Ekkert opinbert eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júlí 2018 07:00 Neytendastofu barst erindi frá leigubílastöð þar sem kallað var eftir að mælarnir yrðu teknir út. Vísir/Pjetur Ekkert opinbert eftirlit er með gjaldmælum leigubifreiða hér á landi. Drög að reglugerð um eftirlitið hafa legið óhreyfð frá árinu 2012. Samráði um fyrirhugaða breytingu á lögum um leigubifreiðar lauk í gær. Vinnan er sem stendur á frumstigi og frumvarpsdrög ekki tilbúin. Lagabreytingin miðar að því að afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílstjóra og að stöðvaskylda þeirra verði afnumin. Tilefni endurskoðunarinnar er frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenska leigubílamarkaðnum. Stefnt er að því að frumvarp um efnið verði lagt fram á haustþingi 2019. Ein þeirra athugasemda sem bárust við fyrirhugaða lagasetningu var frá Neytendastofu. Helstu áherslur sem stofnunin telur brýnt að tekið verði tillit til við gerð frumvarpsins eru þær að skylt verði að hafa löggilt mælitæki í öllum leigubifreiðum sem og að gjaldskrá og leyfisbréf séu sýnileg í þeim. „Það er nú auðvelt að svara því. Það er ekkert opinbert eftirlit með þeim,“ segir Bjarni Bentsson, sérfræðingur á mælifræðisviði Neytendastofu, aðspurður um hvernig opinberu eftirliti með gjaldmælum sé háttað.Uppi eru hugmyndir um breytingar á starfsumhverfi leigubifreiða á Íslandi.Vísir/gettyStofnuninni hafa borist erindi frá innlendum og erlendum ferðamönnum, auk erlendra systurstofnana, um hvort mælitæki leigubifreiða séu háð löggildingareftirliti og hefur það vakið undrun þeirra að svo sé ekki. Margvíslegir utanaðkomandi hlutir geta haft áhrif á mælana, meðal annars dekkjaskipti eða ef átt hefur verið við tækin. Neytendastofa skilaði drögum að reglugerð um eftirlitið til innanríkisráðuneytisins árið 2012 en þar hafa þau legið og safnað ryki síðan þá. Í nágrannaríkjum Íslands eru gjaldmælar löggiltir með reglubundnum hætti enda mikið hagsmunamál að þeir séu rétt stilltir. „Á sínum tíma, þegar við vorum að undirbúa drögin að reglugerðinni, þá vorum við í sambandi við þá sem þjónusta bílana og mælana. Þeir segja að þetta sé allt í standi en við höfum það bara eftir þeim,“ segir Bjarni. „Það hefur engin kvörtun borist til okkar frá neytendum, menn treysta því bara að mælarnir séu í lagi. Við höfum hins vegar fengið ósk frá leigubifreiðastöð um að kanna mælana þar,“ segir hann. Í athugasemdum Neytendastofu við fyrirhugaða lagasetningu er ekki vikið að þeim sem nýta sér snjalltækni til mælinga fyrir fargjald. Ýmsir, þar á meðal þingmaðurinn Hanna Katrín Friðriksson, hafa bent á að ef löggiltir gjaldmælar eru gerðir að skilyrði fyrir akstri leigubifreiða felist í því viss aðgangstakmörkun að markaðnum. „Með umsögn okkar fylgir norsk skýrsla um efnið þar sem verið var að skoða þau smáforrit sem til eru. Við höfum lítið kynnt okkur þau mál,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning frumvarps til nýrra laga um leigubifreiðaakstur. 14. apríl 2018 13:45 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með gjaldmælum leigubifreiða hér á landi. Drög að reglugerð um eftirlitið hafa legið óhreyfð frá árinu 2012. Samráði um fyrirhugaða breytingu á lögum um leigubifreiðar lauk í gær. Vinnan er sem stendur á frumstigi og frumvarpsdrög ekki tilbúin. Lagabreytingin miðar að því að afnema fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílstjóra og að stöðvaskylda þeirra verði afnumin. Tilefni endurskoðunarinnar er frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenska leigubílamarkaðnum. Stefnt er að því að frumvarp um efnið verði lagt fram á haustþingi 2019. Ein þeirra athugasemda sem bárust við fyrirhugaða lagasetningu var frá Neytendastofu. Helstu áherslur sem stofnunin telur brýnt að tekið verði tillit til við gerð frumvarpsins eru þær að skylt verði að hafa löggilt mælitæki í öllum leigubifreiðum sem og að gjaldskrá og leyfisbréf séu sýnileg í þeim. „Það er nú auðvelt að svara því. Það er ekkert opinbert eftirlit með þeim,“ segir Bjarni Bentsson, sérfræðingur á mælifræðisviði Neytendastofu, aðspurður um hvernig opinberu eftirliti með gjaldmælum sé háttað.Uppi eru hugmyndir um breytingar á starfsumhverfi leigubifreiða á Íslandi.Vísir/gettyStofnuninni hafa borist erindi frá innlendum og erlendum ferðamönnum, auk erlendra systurstofnana, um hvort mælitæki leigubifreiða séu háð löggildingareftirliti og hefur það vakið undrun þeirra að svo sé ekki. Margvíslegir utanaðkomandi hlutir geta haft áhrif á mælana, meðal annars dekkjaskipti eða ef átt hefur verið við tækin. Neytendastofa skilaði drögum að reglugerð um eftirlitið til innanríkisráðuneytisins árið 2012 en þar hafa þau legið og safnað ryki síðan þá. Í nágrannaríkjum Íslands eru gjaldmælar löggiltir með reglubundnum hætti enda mikið hagsmunamál að þeir séu rétt stilltir. „Á sínum tíma, þegar við vorum að undirbúa drögin að reglugerðinni, þá vorum við í sambandi við þá sem þjónusta bílana og mælana. Þeir segja að þetta sé allt í standi en við höfum það bara eftir þeim,“ segir Bjarni. „Það hefur engin kvörtun borist til okkar frá neytendum, menn treysta því bara að mælarnir séu í lagi. Við höfum hins vegar fengið ósk frá leigubifreiðastöð um að kanna mælana þar,“ segir hann. Í athugasemdum Neytendastofu við fyrirhugaða lagasetningu er ekki vikið að þeim sem nýta sér snjalltækni til mælinga fyrir fargjald. Ýmsir, þar á meðal þingmaðurinn Hanna Katrín Friðriksson, hafa bent á að ef löggiltir gjaldmælar eru gerðir að skilyrði fyrir akstri leigubifreiða felist í því viss aðgangstakmörkun að markaðnum. „Með umsögn okkar fylgir norsk skýrsla um efnið þar sem verið var að skoða þau smáforrit sem til eru. Við höfum lítið kynnt okkur þau mál,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning frumvarps til nýrra laga um leigubifreiðaakstur. 14. apríl 2018 13:45 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning frumvarps til nýrra laga um leigubifreiðaakstur. 14. apríl 2018 13:45
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00