Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:59 Áhætta. Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira