Við eigum allt að vinna Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ketill Berg Magnússon Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi er í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðafólks. Rétt eins og íslenskt íþróttafólk sem keppir á HM þá þarf ferðaþjónustan að vera með skýr markmið, hafa gott leikskipulag og sjá til þess að hver einasti leikmaður sýni sínar bestu hliðar. Við eigum að hugsa stórt og spyrja „hvernig getur ferðaþjónustan skilað okkur velmegun til lengri tíma?“ og í stóra samhenginu, „hvernig getur Ísland orðið fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri ferðaþjónustu?“. Hraður vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur haft mjög jákvæð áhrif á okkur sem þjóð. Það er óumdeilt að efnahagslegu áhrifin eru mjög mikil, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og allan þann fjölda landsmanna sem hafa lífsviðurværi af því að þjónusta ferðafólk. En ferðaþjónustan hefur ekki bara efnahagsleg áhrif. Hún hefur líka félagsleg áhrif á alla einstaklinga og samfélög sem hún snertir. Þar að auki skilur þessi mikli straumur ferðafólks eftir sig spor á umhverfið og þau sömu náttúrugæði sem flest ferðafólk kemur hingað til að njóta. Það blasir því við að til þess að ferðaþjónustan hér á landi verði alþjóðleg fyrirmynd þurfum við að tryggja jafnvægi svo að áhrif hennar á alla þessa þrjá þætti, efnahag, samfélag og umhverfið verði jákvæð. Þegar þannig tekst til getum við sagt að atvinnugreinin í heild sé í heimsklassa, sé arðsöm, samfélagslega ábyrg og stuðli að sjálfbærni.Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgðÞað eru ekki bara íþróttir sem ferðaþjónustan getur leitað fyrirmynda í. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft að þróast mun hraðar en í öðrum löndum sem við jafnan berum okkur saman við og má þannig segja að við hreinlega hoppuðum yfir allt að 100 ár í iðnbyltingunni þegar við vorum hernumin í seinni heimstyrjöldinni. Við þutum í gegnum þróun á hverri atvinnugreininni á fætur annarri, byggðum hús, þorp, bæi og borg. Hvort sem við horfum á landbúnað eða sjávarútveg þá hefur þróunin skilað okkur bættum afköstum, betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun sem flestar þjóðir myndu vilja státa af. Þannig eigum við til að mynda fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur mið af fiskistofnum okkar og verndar þá fyrir ofveiði, sumir myndu jafnvel segja að við værum búin að byggja sjálfbærasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Hvernig væri að læra það besta af sjávarútveginum og verða alþjóðleg fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu þannig að til Íslands yrði litið sem skólabókardæmis um það hvernig stjórnun samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er háttað? Við eigum allt að vinna í þeim efnum þar sem engin grein er eins samofin íslensku mannlífi og möguleikum á langtíma hagsæld líkt og ferðaþjónusta. Engin grein snertir jafn marga þætti samfélagsins með eins áhrifaríkum hætti og reiðir sig á þátttöku jafn fjölbreytts hóps. Ytri þættir eru ferðaþjónustunni afar hliðhollir, eins og lega landsins, náttúrfegurð, smæð, endurnýjanleg orka og áhugi alþjóðapressunnar út af íþróttum, listum og eldgosum. Það er hins vegar á okkar valdi, líkt og í sjávarútveginum og íslenskum íþróttaliðum, að setja skýra framtíðarsýn, samstillt gildismat, gott leikskipulag og ekki síst að tryggja vel þjálfað og hæfileikaríkt starfsfólk. Frá því í janúar 2017 hafa Íslenski ferðaklasinn og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð staðið fyrir hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi allra helstu hagaðila í ferðaþjónustu með þátttöku yfir 340 fyrirtækja. Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að framfylgja fjórum einföldum þáttum en þeir snúa að náttúrunni, nærsamfélaginu, starfsfólki og öryggi gesta. Fyrirtækin geta einnig, með aðstoð Íslandsstofu, hvatt ferðafólk til ábyrgrar ferðahegðunar. Það er undir fyrirtækjunum sjálfum komið að koma boðskap sínum og markmiðum á framfæri, en stuðning, verkfæri og þjálfun geta þau sótt til framkvæmdaaðila. Verkefnið styður við þá skýru framtíðarsýn að við verðum, innan fárra ára, með réttu hugarfari, samvinnu, liðsheild og krafti, alþjóðleg fyrirmynd að sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.Höfundar: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um samfélagsábyrgð
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar