Viðreisn blasir við í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 5. júlí 2018 07:00 Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir hvað stendur nýi meirihlutinn í höfuðborg landsins? Við í Viðreisn höfum heyrt því fleygt að í raun hafi ekki verið myndaður nýr meirihluti heldur sé um að ræða framhald frá fyrra kjörtímabili. Slík framsetning er ekki bara mikil einföldun heldur líka einfaldlega röng. Vissulega er að hluta um sömu flokka að ræða og áttu í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á árunum 2014-2018 en hlutföll flokkanna eru allt önnur og verkaskiptingu hefur verið breytt. Í nýjum meirihluta er líka nýr flokkur, Viðreisn, sem hefur skýra sýn og stefnu í hvernig borgin okkar á að vera. Viðreisn er ekki neinn annar flokkur né fjórða hjólið undir gamla meirihlutanum, með Viðreisn var myndaður nýr meirihluti og við myndun meirihlutans var megináherslan að ná sem mestu úr stefnu Viðreisnar inn í málefnasamninginn. Og hver var árangurinn? Helstu baráttumál okkar í Viðreisn í nýafstöðnum kosningum voru að hlúa að fjölbreyttu atvinnulífi, tryggja góðan rekstrargrundvöll fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í borginni, huga vel að öllum hverfum borgarinnar undir slagorðinu „inn með úthverfin“, einfalda kerfið, innleiða notendamiðaða þjónustu til að einfalda líf íbúa og stefna að framúrskarandi menntun fyrir börnin okkar. Öll fengu þessi mál góðar undirtektir í meirihlutaviðræðum líkt og sjá má í samstarfssáttmála nýs meirihluta. Við sameinuðumst um þessi mál líkt og svo mörg önnur. Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu höfuðáherslu á málefnin og hvernig best væri að tryggja framgang þeirra á kjörtímabilinu. Hlutverk fulltrúanna og embætti voru svo mótuð út frá því. Aukið umfang borgarráðs tryggir það að undirrituð, sem er formaður borgarráðs, mun hafa yfirumsjón með atvinnustefnu borgarinnar, því nú heyra atvinnumálin undir borgarráð. Í borgarráði verður því endurskoðuð atvinnustefna borgarinnar, þar með talin tillögugerð að vettvangi til samráðs um einstaka þætti atvinnulífsins, s.s. ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Notendamiðuð þjónusta, úttektir og innleiðingar verða einnig leiddar af borgarráði. Formaður borgarráðs mun jafnframt leiða endurskipulagningu þjónustu borgarinnar, þvert á svið, með aðkomu formanna þeirra ráða sem breytingarnar snerta og viðkomandi sviðsstjóra. Viðreisn mun ekki hvika frá því að að veita framúrskarandi menntun og gera skólana okkar að eftirsóttari vinnustöðum, þar munum við leika lykilhlutverk með varaformennsku í nýju skóla- og frístundaráði. Þetta er ekki tæmandi listi yfir verk okkar á næsta kjörtímabili, því rödd okkar mun heyrast hátt í flestum ráðum borgarinnar. Við viljum frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og við teljum að meirihlutasáttmálinn feli þetta í sér. Það eru spennandi tímar fram undan í borginni og mörg brýn verkefni sem verður unnið að af einhug og festu. Viðreisn mun láta til sín taka í sínum hjartans verkefnum, vinna þétt með meirihlutanum og ekki síður byggja upp samstarf og samtal við minnihlutaflokka og verkefni á kjörtímabilinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar