Nám sem opnar dyr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar