Fjögurra milljóna dollara leikur gegn Króatíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 15:30 Það er töluvert undir leiknum á morgun. Vísir/Vilhelm Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Takist íslenska landsliðinu að tryggja sig upp úr D-riðli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Rússlandi með hagstæðum úrslitum gegn Króötum á morgun tryggja Strákarnir okkar KSÍ minnst fjóra milljón dollara í viðbót við það verðlaunafé sem þegar hefur verið eyrnamerkt sambandinu. Sé miðað við gengi dagsins eru það um 430 milljónir króna sem bætast við þær átta milljónir dollara sem KSÍ hefur þegar tryggt sér, um 860 milljónir króna, í verðlaunafé með því að taka þátt í riðlakeppni HM. Ýmislegt þarf þó að ganga upp svo að Íslandi verði með í 16-liða úrslitum. Tekin var ákvörðun um greiðslur frá FIFA til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni HM á síðasta ári en alls hefur FIFA eyrnamerkt 400 milljónir í verðlaunafé á mótinu sem greitt verður út að því loknu. Liðin sem taka þátt í riðlakeppninni fá líkt og fyrr segir átta milljónir dollara í sinn hlut, liðin sem detta út í 16-liða úrslitum fá samtals tólf milljónir dollara, um 1,3 milljarða króna. Þau lið sem detta út í fjórðungsúrslitum fá samtals 16 milljónir dollara í sinn hlut, 1,7 milljarða króna og svona mætti áfram telja. Það lið sem stendur uppi sem sigurvegari fær samtals 38 milljónir dollara í verðlaunafé frá FIFA, um 4,1 milljarð króna en nánari útlistun má nálgast hér.Landsliðið æfði á vellinum í Rostov-við-Don í dag þar sem leikurinn gegn Króatíu fer fram.Vísir/VilhelmKSÍ þegar tryggt sér rétt rúman milljarð Þá fær hvert lið 1,5 milljónir dollara frá FIFA í svokallaðan undirbúningskostnað, um 160 milljónir króna. Er sá kostnaður ætlaður til þess að dekka kostnað sem fellur á samböndin vegna mótsins.KSÍ hefur því tryggt sér minnst 9,5 milljónir dollara frá FIFA vegna mótsins, rétt rúman milljarð og fer sú upphæð í að lágmarki 13,5 milljón dollara, 1,45 milljarða króna, takist liðinu að komast í 16-liða úrslit. Þó má reikna með að kostnaður KSÍ vegna mótsins sé talsverðurenda er litlu til sparað í tengslum við mótiðog hafa landsliðsmenn og þjálfarar hrósað starfsmönnumKSÍ fyrir góðan undirbúning.Einnig má reikna með því að aðildarfélög KSÍ njóti góðs af velgengni landsliðsins enalls úthlutaði KSÍ 453 milljónum af verðlaunafénusem fékkst vegna þáttöku liðsins á EM fyrir tveimur árum til aðildarfélaga sinna. Um tveir milljarðar króna voru greiddir til KSÍvegna góðs árangurs á EM þar sem liðið komst í átta liða úrslit.Þá er ljóst að leikmenn landsliðsins munu fá sinn skerf af verðlaunafénu enda tíðkast það að samið sé um bónusgreiðslur til leikmanna í tengslum við þátttöku á stórmótum, líkt og gert var fyrir EM.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Félögin fá 453 milljónir frá KSÍ vegna EM KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga KSÍ en þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk út af frábærum árangri karlalandsliðsins á EM. 16. ágúst 2016 14:06