KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Þórdís Valsdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar eftir sigurinn gegn Austurríki. Grafík/Birgitta Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur nú þegar tryggt sér rúmlega 276 milljónir króna af þeim þremur leikjum sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leikið á Evrópumeistaramótinu. Þar að auki fær KSÍ um 206 milljónir fyrir að liðið komst upp úr riðlinum og í sextán liða úrslit með sigrinum á Austurríkismönnum á miðvikudag. Ekki má gleyma því að KSÍ hafði einnig tryggt sér ríflega milljarð króna með þátttöku landsliðsins á mótinu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“Geir Þorsteinsson.vísir/stefánLjóst er að til mikils er að vinna og ef gott gengi landsliðsins heldur áfram í næstu leikjum þá er töluvert meira fé í pottinum. Sambandið fær um 344 milljónir ef landsliðið kemst í átta liða úrslit og um 550 milljónir ef það kemst í undanúrslit á mótinu. Þá hljóta Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Geir segir að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en út var haldið að 300 milljónir króna rynnu til aðildarfélaga KSÍ. „Ráðgert var að megnið af okkar tekjum af mótinu færi til aðildarfélaganna. Nú erum við hins vegar að fá viðbótartekjur og þeim hefur ekki verið ráðstafað að öðru leyti,“ segir Geir og bætir við að því lengra sem landsliðið fari á mótinu, því meiri verði kostnaðurinn sem KSÍ ber. Að sögn Geirs er KSÍ einnig með afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara svo hluti af tekjunum mun fara í það. Hann segir bónusgreiðslur til leikmanna vera trúnaðarmál. „Það er samkomulag á milli KSÍ og leikmannanna,“ segir Geir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu leikmenn sem dæmi í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Hver leikmaður hefur því fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. „Ef við náum svo langt að vinna þessa keppni þá hefur það verulega jákvæð áhrif á fjárhag Knattspyrnusambandsins,“ segir Geir glettinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júní
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00