Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2018 20:50 Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Vísir/Getty Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00