Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2018 16:30 Anna Björnsdóttir hefur lokið sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum og starfar við Duke-háskólasjúkrahúsið í Norður-Karólínu. Anna og eiginmaður hennar, Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir, starfa í Bandaríkjunum en vilja heim til Íslands. Mynd/Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Tómas segir ákvörðunina eins og „blauta tusku“ í andlit Önnu, samstarfsfélaga hennar og sjúklinga. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Anna Björnsdóttir taugalæknir.Mynd/Duke University School of MedicineRÚV greindi fyrst frá máli Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra og vinnur á Duke-háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í síðustu viku, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Með aðild að samningnum geta sérfræðilæknar utan sjúkrahúsa veitt sjúklingum sínum afslátt af greiðslum fyrir læknisþjónustu, þ.e. sjúklingar þeirra fá þjónustuna niðurgreidda af ríkinu, og þyrfti Anna því að rukka sjúklinga sína um hærra gjald en ella ef hún kæmi á fót stofu án aðildar að samningnum. Einhver dæmi eru um að sérfræðilæknar hafi opnað stofu síðustu misseri en sjúklingar þeirra þurfa að borga fullt verð sem margir ráða ekki við.„Fingraför óskiljanlegrar bjúrókrasíu til staðar“ Tómas Guðbjartsson læknir er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. Í Facebook-færslu sem hann birti í dag segir hann mikinn skort á taugalæknum og finni bæði sjúklingar og samstarfsfélagar læknanna fyrir honum.Tómar Guðbjartsson, læknir.Vísir Hann gagnrýnir ákvörðun velferðarráðuneytisins í máli Önnu harðlega og tekur upp hanskann fyrir hana og eiginmann hennar, Martin Inga Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulækni, sem bæði starfa enn í Bandaríkjunum. „Þegar læknar eins og Anna og Martin Ingi, sem eru á meðal best menntuðu íslensku lækna nokkru sinni, fá þessar móttöku á Íslandi er hættan sú að þau hreinlega hætti við að flytja til Íslands - enda geta þau valið um toppvinnu um allan heim,“ skrifar Tómas. „Þessi ákvörðun - sem er eins og blaut tuska í andlit þeirra, en líka í andlit okkar kollega þeirra og vissulega sjúklinga og aðstandenda- er fáránleg og fingraför óskiljanlegrar bjúrókrasíu til staðar.“Hafnað þrátt fyrir læknaskort í flestum greinanna Í úrskurði velferðarráðuneytisins um umsókn Önnu kom fram að henni hefði verið hafnað m.a. á þeim forsendum að ekki yrðu fleiri læknar teknir inn í samninginn vegna tilskipunar frá heilbrigðisráðherra, fyrst Óttari Proppé og síðar Svandísi Svavarsdóttur. Þessi stefna ráðuneytisins hefur verið höfð til viðmiðunar síðan árið 2015 til þess að lækka útgjöld en frá 1. janúar 2016 hefur öllum umsóknum um aðild verið hafnað. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur harðlega gagnrýnt að þurfa að hafna sérfræðilæknum um aðild að rammasamningi vegna fjárskorts. Þá hefur Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hið sama var uppi á teningnum þegar Vísir náði tali af honum í dag. 16 læknar í 13 sérfræðigreinum hafa sótt um aðild að rammasamningi SÍ fyrir sérfræðilækna síðan í byrjun árs 2016. Í 9 þessara sérfræðigreina er skortur á læknum, þ.á.m. í gigtarlækningum, hjartalækningum, öldrunarlækningum, taugalækningum, húðlækningum og svæfingalækningum.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar ræddi stöðvun á nýliðun sérfræðilækna hér á landi á Alþingi í gær.Skjáskot/Stöð 2Hætta á tvöföldu heilbrigðiskerfi Anna hefur lýst því yfir í samtölum við RÚV að þörfin á taugalæknum með stofu sé gríðarlega mikil. Þá hefur hún sagt sínum sjúklingahópi mismunað þar eð meira en þriggja mánaða bið sé eftir því að komast að hjá taugalækni á stofu. Rammasamningur SÍ fyrir sérfræðilækna rennur út um næstu áramót. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á stöðu samningsins á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Hún sagði nú raunverulega hættu á því að Íslendingar „upplifi hér í fyrsta skipti drög að tvöföldu heilbrigðiskerfi.“ Þegar væru blikur á lofti og að hætta væri á því að sérfræðingar segi sig frá samningnum strax í sumar. „Þar með yrði hið tvöfalda kerfi orðið að veruleika,“ sagði Hanna Katrín. Heilbrigðismál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Tómas segir ákvörðunina eins og „blauta tusku“ í andlit Önnu, samstarfsfélaga hennar og sjúklinga. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Anna Björnsdóttir taugalæknir.Mynd/Duke University School of MedicineRÚV greindi fyrst frá máli Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra og vinnur á Duke-háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í síðustu viku, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Með aðild að samningnum geta sérfræðilæknar utan sjúkrahúsa veitt sjúklingum sínum afslátt af greiðslum fyrir læknisþjónustu, þ.e. sjúklingar þeirra fá þjónustuna niðurgreidda af ríkinu, og þyrfti Anna því að rukka sjúklinga sína um hærra gjald en ella ef hún kæmi á fót stofu án aðildar að samningnum. Einhver dæmi eru um að sérfræðilæknar hafi opnað stofu síðustu misseri en sjúklingar þeirra þurfa að borga fullt verð sem margir ráða ekki við.„Fingraför óskiljanlegrar bjúrókrasíu til staðar“ Tómas Guðbjartsson læknir er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið. Í Facebook-færslu sem hann birti í dag segir hann mikinn skort á taugalæknum og finni bæði sjúklingar og samstarfsfélagar læknanna fyrir honum.Tómar Guðbjartsson, læknir.Vísir Hann gagnrýnir ákvörðun velferðarráðuneytisins í máli Önnu harðlega og tekur upp hanskann fyrir hana og eiginmann hennar, Martin Inga Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulækni, sem bæði starfa enn í Bandaríkjunum. „Þegar læknar eins og Anna og Martin Ingi, sem eru á meðal best menntuðu íslensku lækna nokkru sinni, fá þessar móttöku á Íslandi er hættan sú að þau hreinlega hætti við að flytja til Íslands - enda geta þau valið um toppvinnu um allan heim,“ skrifar Tómas. „Þessi ákvörðun - sem er eins og blaut tuska í andlit þeirra, en líka í andlit okkar kollega þeirra og vissulega sjúklinga og aðstandenda- er fáránleg og fingraför óskiljanlegrar bjúrókrasíu til staðar.“Hafnað þrátt fyrir læknaskort í flestum greinanna Í úrskurði velferðarráðuneytisins um umsókn Önnu kom fram að henni hefði verið hafnað m.a. á þeim forsendum að ekki yrðu fleiri læknar teknir inn í samninginn vegna tilskipunar frá heilbrigðisráðherra, fyrst Óttari Proppé og síðar Svandísi Svavarsdóttur. Þessi stefna ráðuneytisins hefur verið höfð til viðmiðunar síðan árið 2015 til þess að lækka útgjöld en frá 1. janúar 2016 hefur öllum umsóknum um aðild verið hafnað. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hefur harðlega gagnrýnt að þurfa að hafna sérfræðilæknum um aðild að rammasamningi vegna fjárskorts. Þá hefur Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hið sama var uppi á teningnum þegar Vísir náði tali af honum í dag. 16 læknar í 13 sérfræðigreinum hafa sótt um aðild að rammasamningi SÍ fyrir sérfræðilækna síðan í byrjun árs 2016. Í 9 þessara sérfræðigreina er skortur á læknum, þ.á.m. í gigtarlækningum, hjartalækningum, öldrunarlækningum, taugalækningum, húðlækningum og svæfingalækningum.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar ræddi stöðvun á nýliðun sérfræðilækna hér á landi á Alþingi í gær.Skjáskot/Stöð 2Hætta á tvöföldu heilbrigðiskerfi Anna hefur lýst því yfir í samtölum við RÚV að þörfin á taugalæknum með stofu sé gríðarlega mikil. Þá hefur hún sagt sínum sjúklingahópi mismunað þar eð meira en þriggja mánaða bið sé eftir því að komast að hjá taugalækni á stofu. Rammasamningur SÍ fyrir sérfræðilækna rennur út um næstu áramót. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á stöðu samningsins á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Hún sagði nú raunverulega hættu á því að Íslendingar „upplifi hér í fyrsta skipti drög að tvöföldu heilbrigðiskerfi.“ Þegar væru blikur á lofti og að hætta væri á því að sérfræðingar segi sig frá samningnum strax í sumar. „Þar með yrði hið tvöfalda kerfi orðið að veruleika,“ sagði Hanna Katrín.
Heilbrigðismál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira