Oculis metið á fimm milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. júní 2018 06:00 Sjúkdómar í afturhluta augans eru meðhöndlaðir með augnástungum og tækni Oculis felur því í sér byltingu fyrir þá sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00
Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48