Fótbolti

HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Sólin skín í Kabardinka við Svartahaf.
Sólin skín í Kabardinka við Svartahaf. vísir/böddi tg
HM í dag, þátturinn sem aldrei sefur og þar sem íslenskum er fylgt eftir hvert fótmál á stórmótum erlendis, heilsar frá Kabardinka þar sem íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur vinnuvikuna á sinni fyrstu lokuðu æfingu. Eftir húllumhæ í gær þar sem bæjarbúum var gefinn kostur á að bera strákana augum tekur alvaran við.

Hópur blaðamanna fór út að borða í gærkvöldi eftir langan vinnudag og lentu í hremmingum vegna meiriháttar tungumálaörðugleika. Allir komu þeir þó aftur og enginn dó.

Þátt dagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að fyrirsögnin „rangur misskilningur“ er tilvísun í sjónvarpsþættina Heilsubælið með Ladda sem margir þekkja til en ekki allir. Svipað og „stórasta land í heimi“.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×