Fótboltahugsjón Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Augu heimsbyggðarinnar munu beinast að Rússlandi næsta mánuðinn en blásið verður til fyrsta leiks á HM í fótbolta í dag. Mótið á vitaskuld sínar skuggahliðar. Djúpstæð og svo virðist sem kerfisbundin spilling hefur þrifist innan FIFA í áraraðir. Það er ekki af tilviljun að Rússland, sem er ekki rómað fyrir knattspyrnuafrek sín, var valið til þess að halda mótið. Það sama má segja um Katar og Suður-Afríku. Pútín mun eflaust nýta tækifærið til þess að slá sig til riddara á meðan hann þaggar niður í þeim sem þora að benda á alræðislega stjórnarhætti hans. Kynþáttahátur og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er daglegt brauð í Rússlandi, sér í lagi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, og er ástæða þess mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðir heims til þess að sniðganga mótið. Sé horft á björtu hliðarnar dregur keppnin fram ýmis frjálslynd gildi. Hún umbunar ríkjum fyrir gott stjórnarfar og lætur gerræðisstjórnir ekki komast upp með svik og pretti. Aðeins fjögur ríki sem eru ófrjáls að mati Freedom House munu etja kappi á HM og ekkert þeirra er líklegt til stórræða. Fjörutíu ár eru síðan síðasta alræðisríkið sigraði keppnina. Alþjóðafótbolti verðlaunar ríki sem horfa út fyrir landsteinana og fagna fjölmenningu. Ríki sem ráða bestu þjálfara heims, óháð þjóðerni, og leyfa innflytjendum að láta ljós sitt skína. Flestir leikmenn franska landsliðsins 1998, sem sigraði HM svo eftirminnilega, áttu ættir að rekja til annarra ríkja. Keppnin hefur auk þess notið ríkulega ávaxtanna af alþjóðavæðingu fótboltans. Þrátt fyrir alla sína lesti sameinar HM - þegar öllu er á botninn hvolft - margar þær frjálslyndu hugsjónir sem við viljum alla jafna halda í heiðri.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar