Fylgjum lögum um menntun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 14. júní 2018 10:45 Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 10 ár síðan að lög um menntun og ráðningu kennara allra skólastiga (87/2008) tóku gildi. Í 21. grein laganna er beinlínis gert ráð fyrir að útgefin leyfisbréf til kennslu verði sveigjanleg á milli skólastiga. Þannig segir í lögunum að leikskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í yngstu bekkjum grunnskólans og framhaldsskólakennarar fái leyfisbréf til kennslu í unglingadeildum. Grunnskólakennarar eiga svo að fá heimild til kennslu elstu nemendum leikskólans og grunnáfanga framhaldsskólanna. Svona eru lögin. Þrátt fyrir það er útgáfa leyfisbréfa óbreytt frá því fyrir gildistöku menntalaganna 2008 og veita þau ekkert svigrúm til kennslu þvert á skólastig. Það er ekki boðlegt því lög ber að virða. Kennaraskortur blasir við í grunnskólum landsins. Á sama tíma hefur nám í framhaldsskólum verið stytt og stöðugildum kennara í framhaldsskólum landsins hefur fækkað. Reyndir og vel menntaðir framhaldsskólakennarar hafa því einhverjir misst vinnuna síðustu misseri vegna samdráttar í kennslu á framhaldsskólastigi. Þessir kennarar vilja gjarnan ráða sig til grunnskólanna enda hafa þeir valið sér kennslu að ævistarfi og í flestum tilfellum er um að ræða vel menntaða og reynda kennara. Vandinn er sá að þeir framhaldsskólakennarar sem ekki hafa sérstakt leyfisbréf til kennslu í grunnskólum eru í dag ráðnir tímabundið og þeim eru boðin leiðbeinendalaun. Farsæll framhaldsskólakennari sem kenndi fyrsta árs nemendum í framhaldsskóla er allt í einu ekki fullhæfur til að kenna litlu yngri nemendum í efstu bekkjum grunnskólans miðað við núverandi útgáfu leyfisbréfanna. Menntalögin frá 2008 gerðu ekki ráð fyrir að einhver sérstök lína yrði dregin í sandinn þvert á skólastig. Nemendur umturnast ekki við það eitt að færast upp um skólastig á skólagöngu sinni frá leikskóla í gegnum framhaldsskóla. Það er því ekkert óeðlilegt við það að kennarar geti kennt á fleiri en einu skólastigi. Hvers vegna ætti leikskólakennari sem hefur kennt 5 – 6 ára börnum í áraraðir ekki að geta kennt 7 til 8 ára börnum? Hvers vegna ættu framhaldsskólakennarar ekki að vera fullfærir um að kenna unglingum í grunnskóla? Það eru nákvæmlega engin fagleg rök gegn slíkum sveigjanleika milli skólastiga. Engin! Reyndar mætti færa fyrir því lagaleg rök að kennarar sem uppfylla skilyrði laganna fyrir leyfisbréfi til kennslu þvert á skólastig geti sótt rétt sinn um slíkt fyrir dómstólum þegar þeim er neitað um tilheyrandi leyfisbréf. Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur hvatt mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fullgilda ákvæði laganna frá 2008, enda löngu komin tími til. Hagsmunir nemenda felast í því að góðir og vel menntaðir kennarar kenni þeim á öllum skólastigum. Hagsmunir nemenda eru best tryggðir með því að lágmarka starfsmannaveltu á öllum skólastigum. Hagsmunum nemenda er best borgið ef við tryggjum þeim úrvals kennara á öllum skólastigum, vel menntaða og áhugasama kennara. Hluti af því er að útfæra leyfisbréf kennara á öllum skólastigum í anda gildandi menntalaga.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun