Sýklalyf í Frú Ragnheiði draga úr álaginu á bráðamóttökuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að nú þegar farið sé að veita skjóstæðingum sýklalyf sé hægt að draga úr komum fólks með fjölþættan vanda á bráðamóttökuna. Vísir/Ernir „Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira