Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Myrkragardínur koma sannarlega til bjargar, ef þær eru rétt uppsettar. „Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15
Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00