Svefnleysi á sumrin, slappleiki á veturna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Myrkragardínur koma sannarlega til bjargar, ef þær eru rétt uppsettar. „Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Við vanmetum gjarnan áhrifin sem birtan hefur á okkur almennt. Svefnvenjur Íslendinga hafa lítið verið rannsakaðar en það er tilfinning mín að fólk upplifi svefnvandamál bæði á veturna í skammdeginu en einnig á sumrin þegar birtan tekur við,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Betri svefns. Þótt rannsóknir á þessu hafi ekki enn verið birtar eru til gögn sem sýna breytingar á svefnvenjum okkar á sumrin og veturna. „Fólk virðist sofa meira á veturna en finnur fyrir meiri orku á sumrin og þarf því að sofa minna. Álagið er gríðarlega mikið í skammdeginu og algengt að fólk glími við margvísleg vandamál á þeim tíma. Framleiðsla melatóníns hefur mikil áhrif á svefn og vökukerfi okkar en melatónín er hormón sem eykst í blóðinu í myrkri og veldur okkur syfju og hjálpar okkur að sofna. Þegar við vöknum í algjöru myrkri í skammdeginu og fáum ekki dagsbirtuna til að tempra framleiðslu melatóníns finna margir fyrir sleni og orkuleysi langt fram eftir morgni,“ segir Erla. Á sumrin er svo bjart allan sólarhringinn og ef við erum úti við á kvöldin þá seinkar framleiðslu melatóníns og við finnum fyrir minni syfju. Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi og rithöfundur, segir að fyrirspurnir frá foreldrum sem tengjast aukinni birtu aukist iðulega á vorin. Sú algengasta er varðandi það hvort eitthvað sé hægt að gera til að fá börn til þess að sofa þó ekki nema örlítið lengur að morgni. Mörg börn eigi það til að vakna hress kl. 5 sem í hugum flestra er mið nótt. „Svona í apríl fara að koma fyrirspurnir sem tengjast aukinni birtu. Birtan getur haft mikil áhrif á börnin en þau eru auðvitað misviðkvæm. Birtan dregur úr melatónínframleiðslu sem lætur þau vakna fyrr,“ segir Arna. „Mörg börn aðlagast þessu fljótt en þetta getur haft mikil áhrif á sum þeirra lengi.“ Arna segir þetta einnig hafa áhrif á kvöldin og þá helst á eldri börnin. Þau vilji ekki fara að sofa því það sé enn bjart, „enn dagur“. Líklega séu þau einfaldlega ekki syfjuð og þar kemur melatónín aftur við sögu. Erla og Arna koma með góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem tengja við svefnvanda yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15 Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ný tegund götuljósa sögð skaðleg svefnfriði og sjón fólks Bláleitt ljós LED-pera er talið geta raskað svefni og jafnvel skaðað sjónhimnu augna fólks. 9. apríl 2018 15:15
Svefnskortur er heilsuspillandi Matthew Walker er taugavísindamaður og sálfræðingur sem rannsakar áhrif svefns á heilsu. Hann heldur því fram að skortur á svefni veiki ónæmiskerfið, skaði heilsuna og stytti lífið. 1. maí 2018 09:00