Heilbrigðisþjónustan – hvert stefnir? Úrsúla Jünemann skrifar 1. júní 2018 07:00 Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun