Stefán Rafn: Búinn að spila vel og hef margt fram að færa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2018 13:00 Stefán á einu af stórmótum sínum með Íslandi. vísir/eva björk Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019 er hafinn. Fáir leikmenn mæta með jafn mikið sjálfstraust til leiks og Stefán Rafn Sigurmannsson. Hornamaðurinn knái leikur með Pick Szeged sem varð ungverskur meistari á dögunum. Szeged batt þá enda á 10 ára sigurgöngu Veszprém. „Þeir hafa verið númer eitt og enginn annar hefur komist að. Þannig að þetta er frábært fyrir félagið mitt og ungversku deildina,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Fréttablaðið fyrir landsliðsæfingu í Safamýrinni í gær. „Árið 2012 keypti nýr eigandi félagið og þá byrjaði þetta allt. Þá kom þjálfarinn [Juan Carlos Pastor] og byrjaði að leggja grunninn að þessu. Þetta hefur tekið tíma en félagið uppskar loksins núna og þetta er hrikalega sætt. Það er mikil gleði í bænum og ég held að það hafi verið partí í viku.“ Stefán Rafn kveðst afar ánægður í herbúðum Szeged. „Ég gerði tveggja ára samning og verð áfram. Mér líður ótrúlega vel þarna. Þetta er frábært félag og vel hugsað um mann.“ Stefán Rafn er himinlifandi með endurkomu Guðmundar Guðmundssonar í stól landsliðsþjálfara. „Hann er ótrúlega fær þjálfari og einn af þeim bestu í heiminum. Hann nær því besta fram hjá mönnum og þá verður liðið sjálfkrafa betra. Það er frábært að vera búnir að fá hann til baka,“ sagði Stefán Rafn. „Við erum með mikið af ungum strákum og maður er orðinn einn af þeim eldri í hópnum, 28 ára. Þessir strákar eru ótrúlega góðir og það er gott fyrir þá að fá svona góðan þjálfara sem heldur vel utan um þetta.“ Stefán Rafn var ekki með á síðustu tveimur stórmótum. Þrátt fyrir það gerir hann sér vonir um að vera í lokahópnum í leikjunum gegn Litháen sem verður kynntur á næstu dögum. „Já, algjörlega. Ég er búinn að spila mjög vel og hef margt fram að færa. Ég geri mér miklar vonir um það,“ sagði Stefán Rafn. – Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019 er hafinn. Fáir leikmenn mæta með jafn mikið sjálfstraust til leiks og Stefán Rafn Sigurmannsson. Hornamaðurinn knái leikur með Pick Szeged sem varð ungverskur meistari á dögunum. Szeged batt þá enda á 10 ára sigurgöngu Veszprém. „Þeir hafa verið númer eitt og enginn annar hefur komist að. Þannig að þetta er frábært fyrir félagið mitt og ungversku deildina,“ sagði Stefán Rafn í samtali við Fréttablaðið fyrir landsliðsæfingu í Safamýrinni í gær. „Árið 2012 keypti nýr eigandi félagið og þá byrjaði þetta allt. Þá kom þjálfarinn [Juan Carlos Pastor] og byrjaði að leggja grunninn að þessu. Þetta hefur tekið tíma en félagið uppskar loksins núna og þetta er hrikalega sætt. Það er mikil gleði í bænum og ég held að það hafi verið partí í viku.“ Stefán Rafn kveðst afar ánægður í herbúðum Szeged. „Ég gerði tveggja ára samning og verð áfram. Mér líður ótrúlega vel þarna. Þetta er frábært félag og vel hugsað um mann.“ Stefán Rafn er himinlifandi með endurkomu Guðmundar Guðmundssonar í stól landsliðsþjálfara. „Hann er ótrúlega fær þjálfari og einn af þeim bestu í heiminum. Hann nær því besta fram hjá mönnum og þá verður liðið sjálfkrafa betra. Það er frábært að vera búnir að fá hann til baka,“ sagði Stefán Rafn. „Við erum með mikið af ungum strákum og maður er orðinn einn af þeim eldri í hópnum, 28 ára. Þessir strákar eru ótrúlega góðir og það er gott fyrir þá að fá svona góðan þjálfara sem heldur vel utan um þetta.“ Stefán Rafn var ekki með á síðustu tveimur stórmótum. Þrátt fyrir það gerir hann sér vonir um að vera í lokahópnum í leikjunum gegn Litháen sem verður kynntur á næstu dögum. „Já, algjörlega. Ég er búinn að spila mjög vel og hef margt fram að færa. Ég geri mér miklar vonir um það,“ sagði Stefán Rafn. –
Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira