Fótbolti

Fernandinho: Neymar er heill heilsu og óttalaus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar á æfingu brasilíska landsliðsins
Neymar á æfingu brasilíska landsliðsins vísir/getty
Vonir Brasilíu um gott gengi og mögulegan sigur á HM í Rússlandi í sumar velta að miklu leiti á því hvert ástandið á Neymar verði en hann hefur ekki spilað fótbolta síðan í febrúar.

Neymar er byrjaður að æfa á fullu með brasilíska landsliðinu en hann hefur sjálfur talað um að hann óttist að andlega hliðin verði ekki í lagi, hann sé hræddur vegna meiðslanna. Liðsfélagi hans í landsliðinu Fernandinho segir hins vegar að Neymar sé óttalaus á æfingum.

„Hreyfingarnar með og án bolta sem hann hefur sýnt á æfingum benda til þess að hann sé kominn í gott stand,“ sagði Manchester City maðurinn Fernandinho.

„Hann spilar með sjálfstrausti, sem er okkur mjög mikilvægt, og sýnir engan ótta þegar hann fer á varnarmenn.“

„Ég hef verið í þessari stöðu áður. Það er erfitt að koma til baka úr meiðslum, að þola verki á æfingum og sýna þolinmæði en Neymar er tilbúinn. Honum líður vel.“

Brasilíska landsliðið er í Englandi við æfingar þar sem liðið undirbýr sig fyrir HM. Liðið mætir Króötum, andstæðingum Íslands á HM, í vináttulandsleik á Anfield á morgun.


Tengdar fréttir

Neymar hræddur við að snúa aftur

Brasilíska stórstjarnan Neymar segist ekki viss um að hann verði tilbúinn andlega til að snúa aftur á fótboltavöllinn á HM í Rússlandi því hann sé hræddur eftir meiðslin.

Neymar enn ekki klár

Brasilíski landsliðsmaðurinn, Neymar, segist enn ekki vera orðinn hundrað próent klár í slaginn eftir aðgerð sem hann gekkst undir í febrúar.

Meiddur Neymar í HM-hóp Brasilíu

Neymar er í HM hóp Brasilíu en þetta var tilkynnt nú rétt í þessu. Kappinn hefur glímt við meiðsli en er í hópnum nokkuð óvænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×