Fimmtíu líffæragjafar gáfu 186 líffæri síðastliðinn áratug Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 8. júní 2018 08:00 Í svari frá Landspítalanum segir að flest líffæri hafi verið gefin árið 2015. Vísir/vilhelm Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Alls gáfu fimmtíu líffæragjafar 186 líffæri á árunum 2008 til 2017. Flestar voru líffæragjafirnar árið 2015, eða fimmtíu líffæri frá tólf líffæragjöfum. Langmest er gefið af nýrum, eða 92, og kemur lifur þar á eftir, 43 talsins. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Runólfur Pálsson, yfirlæknir líffæraígræðsluteymis, segir í svari við fyrirspurninni að gjafatíðnin hafi lengi verið mjög lág, eða um tíu gjafir á hverja milljón íbúa.Sjá einnig: Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi „Allt þar til 2015, þá rauk gjafatíðni upp. Frá núll og upp í tólf. Það er nefnilega þannig. Tólf árið 2015, níu árið 2016 og sex árið 2017. Við höfum verið á ágætu róli undanfarin ár en það er engin trygging fyrir að það verði þannig áfram.“ Mengið er smátt, gjafafjöldinn lítill og því geta verið miklar sveiflur á milli ára, segir Runólfur. Ákveðnar ástæður geti verið fyrir þessari uppsveiflu í gjafatíðni. „Í aðdraganda 2015 var mikil umræða um þetta mál. Árið 2014 var mikil umræða vegna Skarphéðins Andra sem hafði lent í bílslysi. Hann hafði rætt það við fjölskyldu sína að hann vildi gefa líffæri ef þessar aðstæður kæmu upp og þau töluðu um það á opinberum vettvangi. Það hafði veruleg áhrif,“ segir Runólfur.Runólfur Pálsson, yfirlæknir.Að sögn Runólfs er allt nú komið í gott horf en engin trygging sé fyrir því að ástandinu verði viðhaldið. Frumvarp um áætlað samþykki líffæragjafar var samþykkt á Alþingi á miðvikudag. Hin nýja löggjöf þýðir að gert verði ráð fyrir því að einstaklingar samþykki að líffæri þeirra séu notuð til líffæragjafar. Í stað þess að þurfa að skrá sig sérstaklega sem líffæragjafi, líkt og tíðkaðist, þarf nú að tilkynna sérstaklega ef maður vill ekki gefa líffæri sín. Runólfur segir nýju löggjöfina þýðingarmikinn þátt í að hámarka fjölda líffæragjafa, auk annarra þátta. „Almenningsfræðsla og umræða í samfélaginu hefur klárlega góð áhrif.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15
Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafar varð að lögum í gær og tekur gildi um áramótin. Almennt ríkir ánægja með efni laganna meðal þeirra sem starfa í stéttinni. 7. júní 2018 08:00