„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2018 11:00 Arna Björk Kristinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum, og Inga Jóna Ingimarsdóttir hjartalæknir fengu báðar synjun um aðild að rammasamning SÍ og sérfræðilækna. Þær eru báðar uggandi yfir stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu hér á landi. Mynd/Samsett Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. Þá sýnir þróun síðustu ára fram á að sérfræðilæknar, sem náð hafa 60 ára aldri, vinna sífellt hærra hlutfall af heildarvinnu innan stéttarinnar. Læknafélag Íslands hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu.Sérfræðilæknar eldast og yngri fældir frá Árið 2016 unnu eldri sérfræðilæknar á stofum, 60 ára og eldri, rúm 44,4 prósent af heildarvinnu allra sérfræðilækna. Kristján Guðmundsson, læknir og formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þetta gamla þróun, sem byrjað hafi fyrir löngu síðan, og fyrirséð að mikla endurnýjun þurfi á næstu árum. Til samanburðar unnu sérfræðilæknar á þessum aldri, þ.e. 60 ára og eldri, 18,7 prósent af heildarverkeiningum sérfræðilækna árið 2007. Árið 2012 var hlutfallið svo komið upp í 33 prósent. Íslenskir læknar hafa þungar áhyggjur af ástandinu, og þá sérstaklega sérfræðilæknar sem hafa hug á að snúa aftur heim að loknu námi.Læknar eru uggandi yfir ástandinu og segja bráðamóttöku Landspítalans yfirfulla.Vísir/Anton BrinkSjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Staðan hefur einkum ratað í fjölmiðla vegna máls Önnu Björnsdóttur taugalæknis. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í síðustu viku, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Sjúklingar sérfræðilækna sem eiga aðild að samningnum fá þjónustuna niðurgreidda af ríkinu og þyrfti Anna því að rukka sjúklinga sína um hærra gjald en ella ef hún kæmi á fót stofu án aðildar að samningnum. Fleiri sérfræðilæknar eru í sömu stöðu og Anna en öllum umsóknum um aðild að rammasamningnum hefur verið hafnað síðan árið 2016 – þrátt fyrir að brýn þörf sé á nýliðun innan raða sérfræðilækna.Arna Björk Kristinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum.Mynd/AðsendBitnar algjörlega á sjúklingunum Arna Björk Kristinsdóttir er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum. Hún hefur starfað á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og síðastliðin tvö ár á stofu í Stokkhólmi. Arna sótti um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, fyrir sérfræðilækna fyrr á þessu ári en umsókn hennar var hafnað, líkt og umsóknum allra sérfræðilækna sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016. „Það er búið að vera í bígerð í nokkur ár að flytja heim og maður vissi af þessu en hélt að þetta yrði búið að leysast. Það hefur ekki gerst, því miður. Maður er hissa á því að þetta sé svona, og leiður, vegna þess að þetta bitnar algjörlega á sjúklingunum.“ Biðlistar lengjast á yfirfullri bráðamóttöku Arna segir störf húðlækna að langmestu leyti fara fram utan spítala á stofum og bið eftir þjónustu geti orðið löng. Hún segir sjúkrahús á Íslandi jafnframt ekki hafa getu til að sinna öllum sjúklingum sem leita til húðlækna eins og staðan er í dag. „Húðlæknar á Íslandi eru að sjá nokkur hundruð sjúklinga á dag þannig að ef göngudeild spítalans ætti að anna þeim fjölda þá þyrfti náttúrulega að bæta rosalega í á spítalanum. Það er ekkert að fara að gerast einn, tveir og tíu. Það er auk þess mun dýrari kostur“ Þá leggur Arna áherslu á að íslenskt heilbrigðiskerfi njóti góðs af því að læknar fari til útlanda í sérnám, læri á virtum stofnunum og komi svo heim með dýrmæta þekkingu. Nýliðun sé gífurlega mikilvæg í læknisfræðinni. Þegar læknar sem síðan vilji snúa heim fái ekki störf, þrátt fyrir læknaskort, sé hætta á að fólk ílengist erlendis og þjónusta við sjúklinga skerðist í kjölfarið. „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa. Biðlistarnir lengjast og bráðamóttakan er yfirfull.“Inga Jóna Ingimarsdóttir, hjartalæknir.Mynd/AðsendYfir 20 sjúklingar á dag í viðtöl og rannsóknir Inga Jóna Ingimarsdóttir hjartalæknir lauk sérmenntun í hjartalækningum árið 2016 og hefur aðallega sérhæft sig í meðferð sjúklinga með hjartabilun. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð sumarið 2017 og hóf störf við hjartadeild Landspítalans í ágúst 2017. Inga sótti um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækningar til að reka stofumóttöku fyrir hjartasjúklinga en fékk synjun. Hún er jafnframt ein átta sérfræðilækna sem hafa höfðað mál fyrir héraðsdómi vegna synjunar SÍ á umsóknum þeirra. Inga segir í skriflegri yfirlýsingu, sem hún sendi Vísi vegna málsins, að í október 2017 hafi hún ákveðið að opna stofu einu sinni í viku. Í þessa sjö mánuði frá opnun stofunnar hafi rignt yfir hana tilvísunum og beiðnum en hún segist hitta yfir 20 sjúklinga á dag í viðtölum og rannsóknum. „Af þessu finn ég greinilega hve ofboðsleg þörf er fyrir þjónustu hjartalækna og hve mikið þetta úrræði er nýtt, jafnvel þó sjúklingarnir séu að greiða kostnaðinn að fullu án þátttöku ríkisins,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ingu. Engin lausn í sjónmáli Þá segir hún þá sjúklinga sína sem tilheyra tekjulágum hópum sérstaklega hafa spurt sig hvort hún sé ekki að fara að fá samning en engin úrræði séu í boði. „Og mér finnst leitt að þurfa að tilkynna hópnum að það sé engin lausn í sjónmáli. Mér finnst vera brotið á þessum sjúklingahópi, sem þarf sérhæfða þjónustu, sem ekki er unnt að veita á sömu forsendum og hjá þeim sérfræðilæknum sem eiga aðild að rammasamningi SÍ. Sjúklingar líða þannig fyrir skort á nýliðun sérfræðilækna.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í vikunni að fyrirkomulag rammasamnings sérfræðilækna hjá SÍ væri til endurskoðunar.Vísir//Vilhelm„Óraunhæfar“ hugmyndir ráðherra Stjórn Læknafélags Íslands, LÍ, sendi frá sér ályktun vegna málsins í vikunni þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Sagði stjórnin að trúnaðarbrestur hefði orðið milli heilbrigðisyfirvalda og lækna á Íslandi með „þessum skýru og fordæmalausu brotum á umsömdum ákvæðum og skilgreindum verkferlum í samningi Læknafélags Reykjavíkur og SÍ.“ Þá hvatti stjórn LÍ heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins en án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu væri hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði fyrir stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á RÚV í vikunni. Þar sagði hún til skoðunar að efla göngudeild Landspítalans auk þess sem fyrirkomulag rammasamnings sérfræðinga hjá Sjúkratryggingum Íslands væri til endurskoðunar. Þessar tillögur ráðherra hafa ekki fengið hljómgrunn hjá læknum en Tómas Guðbjartsson hjartalæknir á Landspítala sagði hugmynd um að efla göngudeildarþjónustu algjörlega óraunhæfa í því aðstöðuleysi sem nú ríkir á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. Þá sýnir þróun síðustu ára fram á að sérfræðilæknar, sem náð hafa 60 ára aldri, vinna sífellt hærra hlutfall af heildarvinnu innan stéttarinnar. Læknafélag Íslands hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu.Sérfræðilæknar eldast og yngri fældir frá Árið 2016 unnu eldri sérfræðilæknar á stofum, 60 ára og eldri, rúm 44,4 prósent af heildarvinnu allra sérfræðilækna. Kristján Guðmundsson, læknir og formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þetta gamla þróun, sem byrjað hafi fyrir löngu síðan, og fyrirséð að mikla endurnýjun þurfi á næstu árum. Til samanburðar unnu sérfræðilæknar á þessum aldri, þ.e. 60 ára og eldri, 18,7 prósent af heildarverkeiningum sérfræðilækna árið 2007. Árið 2012 var hlutfallið svo komið upp í 33 prósent. Íslenskir læknar hafa þungar áhyggjur af ástandinu, og þá sérstaklega sérfræðilæknar sem hafa hug á að snúa aftur heim að loknu námi.Læknar eru uggandi yfir ástandinu og segja bráðamóttöku Landspítalans yfirfulla.Vísir/Anton BrinkSjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Staðan hefur einkum ratað í fjölmiðla vegna máls Önnu Björnsdóttur taugalæknis. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í síðustu viku, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Sjúklingar sérfræðilækna sem eiga aðild að samningnum fá þjónustuna niðurgreidda af ríkinu og þyrfti Anna því að rukka sjúklinga sína um hærra gjald en ella ef hún kæmi á fót stofu án aðildar að samningnum. Fleiri sérfræðilæknar eru í sömu stöðu og Anna en öllum umsóknum um aðild að rammasamningnum hefur verið hafnað síðan árið 2016 – þrátt fyrir að brýn þörf sé á nýliðun innan raða sérfræðilækna.Arna Björk Kristinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum.Mynd/AðsendBitnar algjörlega á sjúklingunum Arna Björk Kristinsdóttir er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum. Hún hefur starfað á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og síðastliðin tvö ár á stofu í Stokkhólmi. Arna sótti um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, fyrir sérfræðilækna fyrr á þessu ári en umsókn hennar var hafnað, líkt og umsóknum allra sérfræðilækna sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016. „Það er búið að vera í bígerð í nokkur ár að flytja heim og maður vissi af þessu en hélt að þetta yrði búið að leysast. Það hefur ekki gerst, því miður. Maður er hissa á því að þetta sé svona, og leiður, vegna þess að þetta bitnar algjörlega á sjúklingunum.“ Biðlistar lengjast á yfirfullri bráðamóttöku Arna segir störf húðlækna að langmestu leyti fara fram utan spítala á stofum og bið eftir þjónustu geti orðið löng. Hún segir sjúkrahús á Íslandi jafnframt ekki hafa getu til að sinna öllum sjúklingum sem leita til húðlækna eins og staðan er í dag. „Húðlæknar á Íslandi eru að sjá nokkur hundruð sjúklinga á dag þannig að ef göngudeild spítalans ætti að anna þeim fjölda þá þyrfti náttúrulega að bæta rosalega í á spítalanum. Það er ekkert að fara að gerast einn, tveir og tíu. Það er auk þess mun dýrari kostur“ Þá leggur Arna áherslu á að íslenskt heilbrigðiskerfi njóti góðs af því að læknar fari til útlanda í sérnám, læri á virtum stofnunum og komi svo heim með dýrmæta þekkingu. Nýliðun sé gífurlega mikilvæg í læknisfræðinni. Þegar læknar sem síðan vilji snúa heim fái ekki störf, þrátt fyrir læknaskort, sé hætta á að fólk ílengist erlendis og þjónusta við sjúklinga skerðist í kjölfarið. „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa. Biðlistarnir lengjast og bráðamóttakan er yfirfull.“Inga Jóna Ingimarsdóttir, hjartalæknir.Mynd/AðsendYfir 20 sjúklingar á dag í viðtöl og rannsóknir Inga Jóna Ingimarsdóttir hjartalæknir lauk sérmenntun í hjartalækningum árið 2016 og hefur aðallega sérhæft sig í meðferð sjúklinga með hjartabilun. Hún flutti til Íslands frá Svíþjóð sumarið 2017 og hóf störf við hjartadeild Landspítalans í ágúst 2017. Inga sótti um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækningar til að reka stofumóttöku fyrir hjartasjúklinga en fékk synjun. Hún er jafnframt ein átta sérfræðilækna sem hafa höfðað mál fyrir héraðsdómi vegna synjunar SÍ á umsóknum þeirra. Inga segir í skriflegri yfirlýsingu, sem hún sendi Vísi vegna málsins, að í október 2017 hafi hún ákveðið að opna stofu einu sinni í viku. Í þessa sjö mánuði frá opnun stofunnar hafi rignt yfir hana tilvísunum og beiðnum en hún segist hitta yfir 20 sjúklinga á dag í viðtölum og rannsóknum. „Af þessu finn ég greinilega hve ofboðsleg þörf er fyrir þjónustu hjartalækna og hve mikið þetta úrræði er nýtt, jafnvel þó sjúklingarnir séu að greiða kostnaðinn að fullu án þátttöku ríkisins,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ingu. Engin lausn í sjónmáli Þá segir hún þá sjúklinga sína sem tilheyra tekjulágum hópum sérstaklega hafa spurt sig hvort hún sé ekki að fara að fá samning en engin úrræði séu í boði. „Og mér finnst leitt að þurfa að tilkynna hópnum að það sé engin lausn í sjónmáli. Mér finnst vera brotið á þessum sjúklingahópi, sem þarf sérhæfða þjónustu, sem ekki er unnt að veita á sömu forsendum og hjá þeim sérfræðilæknum sem eiga aðild að rammasamningi SÍ. Sjúklingar líða þannig fyrir skort á nýliðun sérfræðilækna.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í vikunni að fyrirkomulag rammasamnings sérfræðilækna hjá SÍ væri til endurskoðunar.Vísir//Vilhelm„Óraunhæfar“ hugmyndir ráðherra Stjórn Læknafélags Íslands, LÍ, sendi frá sér ályktun vegna málsins í vikunni þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Sagði stjórnin að trúnaðarbrestur hefði orðið milli heilbrigðisyfirvalda og lækna á Íslandi með „þessum skýru og fordæmalausu brotum á umsömdum ákvæðum og skilgreindum verkferlum í samningi Læknafélags Reykjavíkur og SÍ.“ Þá hvatti stjórn LÍ heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins en án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu væri hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svaraði fyrir stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á RÚV í vikunni. Þar sagði hún til skoðunar að efla göngudeild Landspítalans auk þess sem fyrirkomulag rammasamnings sérfræðinga hjá Sjúkratryggingum Íslands væri til endurskoðunar. Þessar tillögur ráðherra hafa ekki fengið hljómgrunn hjá læknum en Tómas Guðbjartsson hjartalæknir á Landspítala sagði hugmynd um að efla göngudeildarþjónustu algjörlega óraunhæfa í því aðstöðuleysi sem nú ríkir á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent