Fótbolti

Argentínska landsliðið flytur þrjú tonn af matvælum til Rússlands

Einar Sigurvinsson skrifar
Messi getur gætt sér á argentískum steikum í Rússlandi.
Messi getur gætt sér á argentískum steikum í Rússlandi. vísir/getty
Argentína, fyrstu mótherjar íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi, ætla ekki að taka neina áhættu með mat sem heimaþjóðin hefur upp á að bjóða.

Með í för argentíska landsliðsins eru um þrjú tonn af matvælum en kokkar liðsins eru þegar komnir til landsins.

Sjá einnig:Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands

Íslenski hópurinn mun aðallega treysta á þau matvæli sem Rússland hefur upp á að bjóða.

„Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, fyrir skömmu.

Argentíski hópurinn verður staðsettur í bænum Bronnitsy, í um 40 kílómetra fjarlægð frá Moskvu, þar sem leikur Argentínu og Íslands fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×