Já, Borgarlínan borgar sig Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 30. maí 2018 13:00 Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar