Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 07:59 Eimskip sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gærkvöldi. Þar kemur fram að félagið hafni öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. vísir/vilhelm Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22
Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11