Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ísland var með hæstu fasteignagjöldin á Norðurlöndum árið 2016. Vísir/VIlhelm Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. Aukninguna má nær alfarið rekja til hækkunar fasteignaverðs um land allt. Frá árinu 2014 hefur álagður fasteignaskattur hækkað um 17 prósent á hvern íbúa á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs um sveitarfélög. Ísland var með hæstu fasteignagjöldin á Norðurlöndum í hlutfalli við landsframleiðslu árið 2016 eða 1,5 prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar var hlutfallið 1,4 prósent í Danmörku, 0,8 prósent í Svíþjóð og Finnlandi og 0,4 prósent í Noregi, að því er fram kemur í skoðuninni. „Einnig var vægi þeirra af heildarskattheimtu meira en gerist á öðrum Norðurlöndum. Að þessu leyti stendur Ísland því verr að vígi í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki heldur en hin Norðurlöndin,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð segir að sterk rök hnígi að því að skilvirkara væri að afnema fasteignaskatta og láta gjaldtöku af lóðum koma í stað þeirra. Skattlagning lóða sé hagkvæmari leið til gjaldtöku og geti stuðlað að betri nýtingu landsvæðis en skattlagning bygginga og mannvirkja. „Þannig ýtir skattur á lóðir í stað bygginga undir þéttingu byggðar með því að gera útþenslu kostnaðarsamari en áður.“ Tekjur sveitarfélaga voru um 13 prósent af vergri landsframleiðslu í fyrra sem er hærra hlutfall en samanlagt framlag sjávarútvegs, stóriðju og veitna til landsframleiðslu. Tekjurnar samsvara 28 milljörðum króna á mánuði, samkvæmt skoðuninni. „Lækkun skatta og gjalda á íbúa er lítið uppi á pallborðinu þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri,“ segir Viðskiptaráð. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. Aukninguna má nær alfarið rekja til hækkunar fasteignaverðs um land allt. Frá árinu 2014 hefur álagður fasteignaskattur hækkað um 17 prósent á hvern íbúa á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs um sveitarfélög. Ísland var með hæstu fasteignagjöldin á Norðurlöndum í hlutfalli við landsframleiðslu árið 2016 eða 1,5 prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar var hlutfallið 1,4 prósent í Danmörku, 0,8 prósent í Svíþjóð og Finnlandi og 0,4 prósent í Noregi, að því er fram kemur í skoðuninni. „Einnig var vægi þeirra af heildarskattheimtu meira en gerist á öðrum Norðurlöndum. Að þessu leyti stendur Ísland því verr að vígi í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki heldur en hin Norðurlöndin,“ segir í skoðun Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð segir að sterk rök hnígi að því að skilvirkara væri að afnema fasteignaskatta og láta gjaldtöku af lóðum koma í stað þeirra. Skattlagning lóða sé hagkvæmari leið til gjaldtöku og geti stuðlað að betri nýtingu landsvæðis en skattlagning bygginga og mannvirkja. „Þannig ýtir skattur á lóðir í stað bygginga undir þéttingu byggðar með því að gera útþenslu kostnaðarsamari en áður.“ Tekjur sveitarfélaga voru um 13 prósent af vergri landsframleiðslu í fyrra sem er hærra hlutfall en samanlagt framlag sjávarútvegs, stóriðju og veitna til landsframleiðslu. Tekjurnar samsvara 28 milljörðum króna á mánuði, samkvæmt skoðuninni. „Lækkun skatta og gjalda á íbúa er lítið uppi á pallborðinu þrátt fyrir að innheimta sveitarfélaganna hafi aldrei verið meiri,“ segir Viðskiptaráð.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf