Taka þátt eða spila til að vinna? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:35 Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að þegar kemur að árangri í viðskiptum, skiptir samband við viðskiptavini bæði innri og ytri, mestu máli. Það breytist ekki en það sem tekur sífelldum breytingum eru möguleikarnir til þess að eiga samskipti við viðskiptavini. Samruni tækni og verslunar, er það eitthvað? Já, án nokkurs vafa, alveg eins og það er nokkuð ljóst að internetið er ekki bóla. Flestir stjórnendur gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum og tækifærum sem felast í betra sambandi við sína viðskiptavini og því að byggja upp traust samband við þá. Samþætting tækni og verslunar felur í sér fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og einnig að vera tilbúin til þess að nýta til fulls tækifærin sem felast í því að auðvelda viðskiptavininum að eiga við þig samskipti og viðskipti, hvar sem hann kýs að gera það.Ertu að spila á gömlu leikkerfi?Með því að kynnast viðskiptavinum, kauphegðun þeirra, hvernig þeir vilja eiga við þig samskipti og nýta upplýsingar og gögn sem til eru, stendur þú strax framar en samkeppnisaðilinn sem gerir það ekki. Samkeppnisumhverfið breytist hratt með nýjum kynslóðum og tækninýjungum, þú ert ekki einungis að keppa á heimavelli við kaupmanninn á horninu, þú ert að spila á risastórum útivelli þar sem heimsmeistarar í smásölu spila fram sínu besta liði. Þrátt fyrir hugsanlegan mun á stærð og heimavelli þá hefur þú allt sem þarf til þess að stinga samkeppnina af, en þú þarft að innleiða þá hugsun að nýta öll tækifæri til þess að hafa áhrif og einbeittan vilja til þess að aðgreina þig frá samkeppninni. Kenningar onmi-channel ganga t.d. út á það að fyrirtæki setji viðskiptavininn alltaf í fyrsta sætið og tryggi það, að sama hvar hann kýs að eiga samskipti og viðskipti þá séu allir mögulegir snertifletir samþættir til að tryggja sem bestu þjónustu upplifun. Upplifunin er hnökralaus. Hvort sem viðskiptavinurinn kýs að eiga við þig samskipti gegnum twitter eða tala við starfsmenn í verslun þá verða skilaboðin að vera samhæfð. Leikurinn breytist sífellt en það er það sem gerir þetta spennandi.Eru allir leikmenn í formi? Það eru miklir möguleikar í samruna tækni og verslunar sem hefur átt sér stað í viðskiptum og ekki seinna vænna en að taka þátt í þeim leik, sértu ekki nú þegar að spila með. Með öllum þeim stafrænu möguleikum sem til staðar eru og auðvelt er að nýta sér, er engin ástæða til annars en að þú getir spilað til sigurs og hrifið með þér markaðinn. Það og metnaður, ástríða, raunverulegur áhugi á viðskiptavinum og góður skammtur af keppnisskapi. Þetta er engin framtíðartónlist, stundum er sagt að framtíðin sé núna og það er alveg rétt rétt. Markaðir breytast hratt og væntingar viðskiptavina líka. Íslensk fyrirtæki hafa allt til brunns að bera og er nóg af viðskiptatækifærum. Það er bara spurning um þor, kænsku, metnað til að sækjast eftir þeim eða hugmyndaflug til að búa þau til. Þetta kallar á að taka gömlum lögmálum ekki sem gefnum og vilja til að skora á núverandi samkeppnislandslag, nýta öll tækifæri til þess að byggja upp samband við viðskiptavini og snúa vörn í sókn.Höfundur er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar