Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:30 Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30