Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, við nýju flugvélina. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53