Aldursvæn og heilsueflandi borg Magnús Már Guðmundsson skrifar 25. maí 2018 08:30 Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni hlutfall Íslendinga 67 ára og eldri hækka úr 12% í tæplega 19%, og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast eða úr 41 þúsund í 80 þúsund. Í hópnum eru margir vel á sig komnir, sem lifa lengur og hafa fjölbreyttari starfsreynslu og menntun en nokkru sinni áður. Þessi hópur vill hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, búsetu, hreyfingu og tómstundir. Þetta hefur Samfylkingin og meirihlutinn í Reykjavík haft að leiðarljósi á undanförnum árum. Fyrr á árinu var samþykkt ný stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Sömuleiðis var samþykkt stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni sem nýtist að hluta til eldri Reykvíkingum og aðstandendum þeirra. Þannig hyggst Reykjavíkurborg nýta í auknum mæli margvíslega tækni og snjalllausnir sem auðvelda fólki að búa á eigin heimili og búa við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.Á þessu kjörtímabili Auk stefnumörkunar og aðgerðaáætlana meðal annars um heilsueflingu eldri borgara voru fasteignagjöld lækkuð um 10% hjá eldri borgurum og öryrkjum. Gjöldin eru nú 0,18% og þau lægstu í landinu. Tekjutengdir afslættir eldri borgara og örorkulífeyrisþega voru hækkaðir og er niðurfellingin frá 50-100% eftir tekjum. Nú er hafin uppbygging á 100 hjúkrunarrýmum við Sléttuveg og auk þess sem byggingu á um 500 íbúðum Félags eldri borgara í Sóltúni, Mjódd og Mörk er lokið eða lýkur fljótlega. Þá er uppbygging Hrafnistu að hefjast á Sléttuvegi. Í Grafarvogi var opnuð ný og glæsileg félagsmiðstöð eldri borgara í Borgum. Auk þess sem að félagsstarf hefur verið eflt þá var tillögum um heilsueflingu eldri borgara hrint í framkvæmd. Reykjavík er Aldursvæn borg í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Samstarfsnet samtakanna var sett á stofn 2010 og er ætlað að tengja saman borgir um allan heim sem vilja vera frábær staður til að verða eldri og verja efri árum. Þá var öldungaráð Reykjavíkurborgar stofnað en ráðið mótar tilllögur og veitir ráðgjöf um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Að auki voru aldursviðmið fyrir frítt í sund, söfn og bókasöfn lækkuð niður í 67 ára aldur. Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning á þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu en þau hafa vissulega verið fjölbreytt.Á næsta kjörtímabili Á næstu árum ætlum við halda áfram að efla endurhæfingu í heimahúsum sem byggir á danskri fyrirmynd og hefur gefið góða raun í Reykjavík. Áfram verður lögð áhersla á heilsueflingu eldri borgara með aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu. Einnig ætlum við að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík í samvinnu við ríkið og sömuleiðis að hefla heimaþjónustu og heimahjúkrun sem byggir á grunni samkomulags við ríkið og hefur gengið heilt yfir afar vel. Til viðbótar hefst uppbygging Félags eldri borgara á lóð gamla Stýrimannaskólans auk húsnæðisverkefna Samtaka aldraðra í Bryggjuhverfi og á reit gamla Kennaraháskólans. Í tengslum við uppbygginguna á lóð Stýrimannaskólans var í gærmorgun undirritaður samstarfssamningur Félags eldri borgara og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem sjálfseignarstofnun rekið án hagnaðarsjónarmiða. Áfram ætlum við að útvega lóðir undir íbúðir eldri borgara sem verður úthlutað til húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Að auki ætlum við að bæta næringarráðgjöf inn í heimaþjónustu og bjóða aukna afslætti í gegnum menningar- og heilsukort eldri borgara. Áfram munum við koma í veg fyrir að möguleg hækkun fasteignaverðs hafi íþyngjandi áhrif á kjör tekjulægra eldri borgara.Þinn stuðningur skiptir máli Við í Samfylkingunni viljum halda áfram að vinna að þessum verkefnum og mörgum öðrum sem styðja við þróun borgarinnar. Reykjavík er kraftmikil og nútímaleg borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar er skýr og við stefnum ótrauð á að halda áfram en til þess þurfum við þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni hlutfall Íslendinga 67 ára og eldri hækka úr 12% í tæplega 19%, og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast eða úr 41 þúsund í 80 þúsund. Í hópnum eru margir vel á sig komnir, sem lifa lengur og hafa fjölbreyttari starfsreynslu og menntun en nokkru sinni áður. Þessi hópur vill hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, búsetu, hreyfingu og tómstundir. Þetta hefur Samfylkingin og meirihlutinn í Reykjavík haft að leiðarljósi á undanförnum árum. Fyrr á árinu var samþykkt ný stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Sömuleiðis var samþykkt stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni sem nýtist að hluta til eldri Reykvíkingum og aðstandendum þeirra. Þannig hyggst Reykjavíkurborg nýta í auknum mæli margvíslega tækni og snjalllausnir sem auðvelda fólki að búa á eigin heimili og búa við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.Á þessu kjörtímabili Auk stefnumörkunar og aðgerðaáætlana meðal annars um heilsueflingu eldri borgara voru fasteignagjöld lækkuð um 10% hjá eldri borgurum og öryrkjum. Gjöldin eru nú 0,18% og þau lægstu í landinu. Tekjutengdir afslættir eldri borgara og örorkulífeyrisþega voru hækkaðir og er niðurfellingin frá 50-100% eftir tekjum. Nú er hafin uppbygging á 100 hjúkrunarrýmum við Sléttuveg og auk þess sem byggingu á um 500 íbúðum Félags eldri borgara í Sóltúni, Mjódd og Mörk er lokið eða lýkur fljótlega. Þá er uppbygging Hrafnistu að hefjast á Sléttuvegi. Í Grafarvogi var opnuð ný og glæsileg félagsmiðstöð eldri borgara í Borgum. Auk þess sem að félagsstarf hefur verið eflt þá var tillögum um heilsueflingu eldri borgara hrint í framkvæmd. Reykjavík er Aldursvæn borg í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Samstarfsnet samtakanna var sett á stofn 2010 og er ætlað að tengja saman borgir um allan heim sem vilja vera frábær staður til að verða eldri og verja efri árum. Þá var öldungaráð Reykjavíkurborgar stofnað en ráðið mótar tilllögur og veitir ráðgjöf um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Að auki voru aldursviðmið fyrir frítt í sund, söfn og bókasöfn lækkuð niður í 67 ára aldur. Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning á þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu en þau hafa vissulega verið fjölbreytt.Á næsta kjörtímabili Á næstu árum ætlum við halda áfram að efla endurhæfingu í heimahúsum sem byggir á danskri fyrirmynd og hefur gefið góða raun í Reykjavík. Áfram verður lögð áhersla á heilsueflingu eldri borgara með aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu. Einnig ætlum við að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík í samvinnu við ríkið og sömuleiðis að hefla heimaþjónustu og heimahjúkrun sem byggir á grunni samkomulags við ríkið og hefur gengið heilt yfir afar vel. Til viðbótar hefst uppbygging Félags eldri borgara á lóð gamla Stýrimannaskólans auk húsnæðisverkefna Samtaka aldraðra í Bryggjuhverfi og á reit gamla Kennaraháskólans. Í tengslum við uppbygginguna á lóð Stýrimannaskólans var í gærmorgun undirritaður samstarfssamningur Félags eldri borgara og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem sjálfseignarstofnun rekið án hagnaðarsjónarmiða. Áfram ætlum við að útvega lóðir undir íbúðir eldri borgara sem verður úthlutað til húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Að auki ætlum við að bæta næringarráðgjöf inn í heimaþjónustu og bjóða aukna afslætti í gegnum menningar- og heilsukort eldri borgara. Áfram munum við koma í veg fyrir að möguleg hækkun fasteignaverðs hafi íþyngjandi áhrif á kjör tekjulægra eldri borgara.Þinn stuðningur skiptir máli Við í Samfylkingunni viljum halda áfram að vinna að þessum verkefnum og mörgum öðrum sem styðja við þróun borgarinnar. Reykjavík er kraftmikil og nútímaleg borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar er skýr og við stefnum ótrauð á að halda áfram en til þess þurfum við þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun