Heimir: Myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi Einar Sigurvinsson skrifar 10. maí 2018 22:00 Arnar Bill og Heimir á FIFA safninu í Zurich. mynd/ksi.is „Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
„Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti