Fótbolti

Enski hópurinn valinn á miðvikudaginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Southgate á erfiða viku fyrir höndum
Gareth Southgate á erfiða viku fyrir höndum vísir/afp
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, velur HM-hópinn sinn á miðvikudaginn í næstu viku. Sky Sports greinir frá.

Southgate þarf ekki að skila 23 manna listanum til FIFA fyrr en 4. júní eins og Heimir Hallgrímsson og hinir 30 þjálfararnir á HM en 35 manna listann þarf að senda inn á mánudaginn.

Southgate tilkynnir því sinn hóp eftir að fresturinn rennur út en breytingar má gera á hópnum fram til fjórða júní. Enska liðið má svo gera breytingu vegna meiðsla ef þau eru alvarleg þar til einum degi fyrir fyrsta leik.

Enski þjálfarinn ætlar ekki að svara blaðamönnum fyrr en degi eftir að hópurinn verður gefinn út en hann heldur blaðamannafund á Wembley á fimmtudaginn þar sem hann verður spurður spjörunum úr.

Southgate hefur sagt að hann vill tilkynna hópinn eins snemma og mögulegt er en hann verður með fimm leikmenn á biðlista vegna meiðsla.

Hann verður án Alex-Oxlade Chamberlain og Joe Gomez, leikmanna Liverpool, vegna meiðsla og svo er spurning um meiðsli Adams Lallana.

Southgate þarf að ákveða hvaða markverði hann tekur með og þá er spurning hvort Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, verði í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×