Fótbolti

Aron í endurhæfingu í Katar og Gylfi byrjaður að spretta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu vísir/epa
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru í lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi þrátt fyrir meiðsli, enda lykilmenn í íslenska landsliðinu síðustu ár.

Gylfi meiddist á hné í mars og hefur ekki spilað fótboltaleik síðan. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri hans hjá Everton, sagði í morgun að enn væri langt í Gylfa.

Þegar Heimir var spurður út í stöðuna á Gylfa sagði hann Hafnfirðinginn vera byrjaðan að hlaupa og spretta.

„En við vitum að það getur komið inn bakslag í endurhæfinguna. Við erum tilbúnir í hvað sem er.“

Heimir sagðist hafa heyrt í fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í gær og hann hafi verið jákvæður. Aron gekkst undir aðgerð á hné fyrir tæpum tveimur vikum.

„[Hann] er að fara til Katar í endurhæfingu. Þeir eru með bestu sérfræðingana þar. Hann kemur til okkar 30. maí ásamt leikmönnum í Skandinavíu,“ sagði Heimir á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Nánar frá fundinum má sjá hér.


Tengdar fréttir

Allardyce segir langt í Gylfa Þór

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir enn langt í endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar og mun hann því ekki taka þátt í lokaleik Everton á tímabilinu gegn West Ham á sunnudag.

Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“

Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×