Íslenska komin á blað hjá Microsoft Translator Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 15:51 Guðni forseti prófar þjónustuna. Microsoft Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki. Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki.
Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira