Íslenska komin á blað hjá Microsoft Translator Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 15:51 Guðni forseti prófar þjónustuna. Microsoft Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki. Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem gervigreindarþýðingarvélin Microsoft Translator býður upp á. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Microsoft í Seattle ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Þar kynnti forsetinn sér áherslu Microsoft á að gera tækni aðgengilega á sem flestum tungumálum, þar á meðal íslensku. Á meðan á heimsókn forsetans stóð var íslensku formlega bætt við sem nýjasta tungumáli Microsoft Translator að því er segir í tilkynningu frá Microsoft. „Microsoft Translator er þýðingarvél sem knúin er af gervigreind og hefur teymi innan Microsoft unnið að þróun tækninnar fyrir íslensku í heilt ár. Íslenska er eitt af rúmlega 60 tungumálum sem þýðingarvélin býður upp á. Microsoft Translator býður upp á tungumálaþýðingar í rauntíma og með tímanum mun hún aðlaga sig betur að íslenskum orðum og hugtökum. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Microsoft um íslensku sem valmöguleika í forritum Microsoft eins og Windows 10, PowerPoint, Outlook, Microsoft Word og Bing, sem og iOS stýrikerfum, Android og Kindle Fire. Með þessum eiginleika er nú hægt að þýða íslenskan texta yfir á um 60 mismunandi tungumál sem mun opna margar dyr þegar kemur að samskiptum í hinum tæknivædda heimi,“ segir í tilkynningunni. Þau Marianne Dahl Steensen, forstjóri Microsoft í Danmörku og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tóku á móti forseta Íslands í höfuðstöðvum Microsoft. Að sögn Marianne Dahl Steensen, forstjóra Microsoft í Danmörku, er innkoma íslenskunnar mikilvægur áfangi fyrir Íslendinga og íslenska tungu þar sem tungumálið hefur oftar en ekki gleymst sem tæknimál sökum smæðar sinnar. Markmið Microsoft sé einna helst að gera tækni aðgengilega öllum og sé tungumál mikilvægur þáttur í því. Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi tekur í sama streng og segist afar ánægður með þá ákvörðun Microsoft að leggja slíka vinnu og tíma í að styðja íslenska tungu á þennan hátt. Erfitt sé fyrir fámenna þjóð með svo fágætt tungumál að viðhalda því í hinum sístækkandi tækniheimi og því sé nauðsynlegt að hinir alþjóðlegu hátæknirisar haldi vel utan um slík tungumál til að þau glatist ekki.
Íslenska á tækniöld Microsoft Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira