Fótbolti

Fyrir Ísland: Varð markvörður eftir botnlangakast í Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson verður eitt viðtalsefna þáttarins Fyrir Ísland í kvöld en þátturinn verður sýndur klukkan 20.10 í kvöld. Markverðir liðsins verða aðal viðtalsefni þáttarins.

Guðmundur Benediktsson, þáttarstjórnandinn, ræddi við Rúnar Alex, markvörð landsliðsins og Nordsjælland, um það að vera markvörður.

„Það er fáránlegt. Þegar ég eignast börn þá vona ég að hann verði ekki markvörður,” sagði Rúnar aðspurður hvort það væri ekki galið að vera markvörður. En hvernig byrjaði þetta hjá honum?

„Ég fékk botnlangakast í fjórða bekk og á þeim tíma þá hætti markvörðurinn í liðinu okkar. Ég hafði oft verið að leika mér í marki og þjálfarinn spurði hvort ég vildi prófa að vera í marki í einhvern tíma.”

Rúnar Alex bjó á þessum tíma í Belgíu þar sem faðir hans, Rúnar Kristinsson, spilaði með Lokeren.

„Þeim vantaði markmann og mamma segir við mig að ég hafi verið efins um það en útaf ég hefði verið meiddur og veikur í einhvern tíma á undan þá fannst mér ég hafa misst mikið af líkamlegum styrk.”

„Þá hafði ég prófað að vera í marki einhvern tíma og hafi fundist svo gaman að ég hélt áfram. Þetta var í Lokeren. Ég hugsa að mamma og pabbi hugsi það líka afhverju ég sé markmaður,” sagði markvörðurinn frábæri að lokum.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×