Jákvæðni og dauðinn Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. maí 2018 09:00 Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 16. maí eru 15 ár síðan ég missti mömmu, þá 11 ára gamall. Árinu áður hafði amma kvatt okkur. Ég fékk því að kynnast dauðanum ansi hratt án þess að hafa nokkuð um það að segja. Auðvitað vitum við öll að dauðinn er partur af tilveru okkar, jafnvel lítill strákur hefur að minnsta kosti heyrt um dauðann. Dauðinn er það sem lætur okkur vita að við lifum. Hann getur komið þegar við eigum hvað síst von á honum, en stundum gerir hann boð á undan sér. Ég upplifði hvort tveggja sem lítill strákur. Amma kvaddi óvænt, en mamma veiktist og dó eftir þriðju baráttuna við krabbamein á 10 árum. Hvernig á lítill strákur að bregðast við því þegar pabbi hans segir honum að mamma komi ekki heim af spítalanum? Hvernig á lítill strákur að bregðast við því að mamma hans verði aldrei aftur með honum? Hvað átti þessi litli strákur að gera? Dauðinn er umræðuefni sem ég forðast að ræða. Dauðinn er eitthvað sem ég forðast að hugsa um. Ég er algjörlega logandi hræddur við dauðann. Dauðinn er samt alls staðar í kringum mig. Okkur öll. Það berast okkur fréttir af fólki sem deyr á hverjum degi. Við heyrum minnst á dauðann á hverjum einasta degi. Af hverju er eitthvað sem er jafn ótrulega mikill partur af okkar daglega lífi og dauðinn ekki eitthvað sem við ræðum opinskátt um? Hvað gerum við í staðinn fyrir að ræða dauðann? Hvað ákvað litli strákurinn að gera, ég 11 ára gamall, til þess að forðast dauðann? Hann ákvað að vera sterkur. Hann ákvað að vera jákvæður. Hann ákvað að taka lífið og sigra það með rökin að vopni. Hann ákvað að verða sá besti í því að allt væri í lagi, alltaf. Í dag er jákvæðni eitthvað sem allir keppast um að segjast vera og stunda. Samfélagið kallar eftir endalausri jákvæðni. Sjálfur geri ég þetta. Öllum stundum. Ég segi öllum að ég sé svo ótrúlega jákvæður, að jákvæðnin sé sko leiðin áfram. Sorg, ótti, hræðsla, leiði - ekki til í dæminu. Það á sko ekki við um mig. Þessar tilfinningar fá ekkert pláss í mínu lífi, enda myndi það vera algjörlega á mis við þá jákvæðu manneskju sem ég hef ákveðið að vera. Ímynd mín sem jákvæð manneskja myndi molna niður. Er það ekki? Eða er það kannski þetta fullkomna tilfinningalíf sem er búið að teikna upp fyrir okkur? Það er búið að búa það til að það séu góðar og vondar tilfinningar. Tilfinningar eins og ótti, hræðsla eða sorg eru vondar tilfinningar. Vondar tilfinningar sem gera ekkert annað en að draga okkur niður. Samfélagið allt segir okkur að rétt hegðun sé að vera jávæður. Það er góð tilfinning sem gerir allt betra. Einmitt þetta gerði ég. „Vondu“ tilfinningarnar voru hundsaðar og ég fyllti upp í tómarúmið sem þær skildu eftir sig með jákvæðni. Blekkti eigin huga, aðlögunarhæfni okkar er nefnilega ótrúlega sterk. Svo sterk, að blekkingin var orðin sannleikurinn. Blekkingin var orðinn raunveruleikinn. Tilfinningarnar innra með okkur leyfa okkur að lifa. Leyfa okkur að elska. Leyfa okkur að taka þátt. Við að mörgu leyti afneitum dauðanum, þar til hann svo kemur til okkar. Og viðbrögð okkar þá, við dauðanum, er enn frekari afneitun á dauðanum. Það virkar ekki fyrir einstakling. Það virkar ekki fyrir fjölskyldur. Og það virkar ekki fyrir samfélag. Með því að ýta þessum venjulegu tilfinningum frá þér gætir þú haldið að þú stjórnir þessum tilfinningum. En því er einmitt öfugt farið. Þær hafa fullkomna stjórn á þér. Þær koma alltaf, undantekningalaust, út á einhverjum tímapunkti síðar á lífsleiðinni. Það er árangurslaust að krefjast óendanlegrar jákvæðni. Það er árangurslaust að ýta venjulegum tilfinningum til hliðar. Ekki misskilja mig, ég er ekki á móti hamingju. Ég er ekki á móti jákvæðni, eða núvitund, eða gleði. En þegar við ýtum venjulegum tilfinningum til hliðar fyrir falska jákvæðni að þá töpum við eiginleikanum til að kljást við veröldina eins og hún í raun og veru er. Eins og hún í raun og veru birtist okkur. Eina vissan sem við höfum er óvissan. Fögnum því að finna fyrir óvissunni. Finna fyrir tilfinningum. Bjóðum þær velkomnar og leyfum okkur að finna það sem þær eru að segja okkur. Tölum um dauðann, lífið og tilveruna og allt sem henni fylgir. Verum óhrædd við að vera á lífi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar