Fótbolti

Kári Árna kveður Aberdeen

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason í treyju Aberdeen.
Kári Árnason í treyju Aberdeen. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem hefur leikið með skoska liðinu Aberdeen í vetur, mun halda á önnur mið á næsta tímabili.

Þetta tilkynnti hann á Twitter í dag en þar sendi hann frá sér skilaboð og þakkar Aberdeen fyrir sig með mynd af syni sínum sem fæddist í Skotlandi.

Kári kom til Aberdeen í annað skipti á ferlinum í sumar en náði ekki að stimpla sig almennilega inn í liðið í vetur. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Kára yrði ekki boðin framlenging á samningi sínum hjá Aberdeen.

Kári er einn af þeim 23 leikmönnum sem Heimir Hallgrímsson valdi í lokahópinn sem fer til Rússlands á HM enda verið lykilmaður í hjarta varnarinnar síðustu ár. Þar fær hann tækifæri á stærsta sviðinu til þess að sanna sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×