Fótbolti

Alexander-Arnold í enska hópnum | Lallana komst ekki í hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harry Kane er að sjálfsögðu á leiðinni á HM.
Harry Kane er að sjálfsögðu á leiðinni á HM. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, kynnti nú fyrir hádegi 23 manna hóp fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Hinn 19 ára gamli Trent Alexander-Arnold er í hópnum en að sama skapi er ekkert pláss fyrir markvörðinn Joe Hart og miðjumanninn Jack Wilshere en þau tíðindi láku út í gær.

Það var heldur ekkert pláss fyrir Adam Lallana og Chris Smalling í hópnum að þessu sinni. Jonjo Shelvey komst ekki heldur í hópunn.





Hinn 22 ára gamli Ruben Loftus-Cheek komst í hópinn en hann spilaði vel fyrir Palace í vetur.

Southgate er með nokkra til vara fyrir utan hópinn en það eru Tom Heaton, James Tarkowski, Lewis Cook, Jake Livermore og Adam Lallana.

Hópurinn:

Markverðir: Jack Butland (Stoke), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Gary Cahill (Chelsea), Kyle Walker, John Stones (Manchester City), Harry Maguire (Leicester), Kieran Trippier, Danny Rose (Tottenham Hotspur), Phil Jones, Ashley Young (Manchester United).

Miðjumenn: Eric Dier, Dele Alli (báðir Tottenham Hotspur), Jesse Lingard (Manchester United), Jordan Henderson (Liverpool), Fabian Delph (Manchester City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea).

Framherjar: Jamie Vardy (Leicester), Marcus Rashford (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City), Danny Welbeck (Arsenal), Harry Kane (Tottenham).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×