Mygla og mölflugur Marta Guðjónsdóttir skrifar 16. maí 2018 20:03 Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar og hámarksskattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Skuldirnar hafa hækkað milli ára um 15 milljarða og eru nú komnar upp í 99 milljarða. Í stað þess að takast á við vandann á einum mesta góðæristíma Íslandssögunnar neitar meirihlutinn að horfast í augu við fjárhagsvandann og skuldsetur borgina enn meira. Á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist er þjónustan í molum, t.d. hvað leikskóla og grunnskóla varðar. Í staðinn fyrir að bretta upp ermar og endurskipuleggja reksturinn, hefur verið forgangsraðað í hvert gæluverkefnið á fætur öðru á kostnað grunnþjónustunnar. Borgarbúar hafa mátt þola mikla þjónustuskerðingu á ýmsum sviðum. Þetta kemur auðvitað niður á daglegu lífi íbúa eins og sjá má á manneklunni í leikskólunum. Þessi vandi birtist í því að fleiri hundruð börn voru send heim í vetur á miðjum degi. Þá þurftu sum börn jafnframt að vera heima nokkra daga í mánuði. Þessi mál verða ekki leyst nema laun þeirra lægstlaunuðu á leikskólunum verði hækkuð og starfsaðstæður leikskólanna bættar. Þessi vandi er svo sem ekki nýr af nálinni, því haustið 2016 stefndi í mikla manneklu án þess að brugðist væri við ástandinu og álaginu var velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir voru. Enn hefur ekki tekist að manna allar stöður og enn er ekki hægt að nýta öll þau lausu pláss sem eru á leikskólunum. Boð um leikskólarými með fyrirvara Nú eru 179 laus leikskólarými sem ekki er hægt að nýta og nú fá foreldrar boð um pláss í haust með fyrirvara um að hægt sé að manna leikskólana. Þá hafa bæði leikskólar og skólar mátt þola langvarandi viðhaldsleysi. Sums staðar er húsnæðið heilsuspillandi eins og kom í ljós sl. sumar í Kvistaborg þegar upp kom mygla og mölflugur flugu um allt hús með þeim afleiðingum að starfsmaður veiktist og neyddist til að hætta þar störfum. Það er ekki boðlegt að við bjóðum leikskólabörnum og starfsmönnum upp á heilsuspillandi húsnæði. Sömuleiðis er það lágmarkskrafa að leiksvæðum barna á skólalóðum sé haldið við og þær ekki látnar drabbast niður eða að slæmt viðhald leiktækja bitni á öryggi barnanna. Biðlistarnir hafa ekki bara verið að lengjast í leikskólunum heldur einnig eftir skóla- og sérfræðiþjónustu en um áramótin var 441 eitt barn á biðlista eftir sérfræðiþjónustu. Þannig má sjá að víða er pottur brotinn í rekstrinum og löngu er kominn tími á að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu. Það geta ekki talist ábyrg stjórnvöld sem taka lúxusverkefni fram yfir nauðsynlega þjónustu og sópa vandanum undir teppi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun