Svefnskortur er heilsuspillandi Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 1. maí 2018 09:00 Samkvæmt Matthew Walker hefur svefnskortur slæm áhrif á heilsuna og getur stytt lífið. Vísir/Getty Skortur á svefni getur beinlínis verið banvænn, samkvæmt taugavísindamanninum og sálfræðingnum Matthew Walker, sem sinnir svefnrannsóknum við Kaliforníuháskólann í Berkeley. Hann gaf út sína fyrstu bók, „Why We Sleep“, í október síðastliðnum. NBA- og NFL-leikmenn, starfsmenn Pixar og margir fleiri hafa fengið svefnráðgjöf frá Walker og í bók sinni er Walker ekkert að skafa utan af því og segir einfaldlega að því styttra sem fólk sefur, þeim mun styttra verði líf þeirra. Það er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum fái ekki nægan svefn. Bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Walker mæla með því að fólk miði við að sofa um átta tíma á hverri nóttu. Sjálfur heldur hann sig við átta klukkustunda svefnglugga, sem þýðir að hann er í rúminu í að minnsta kosti átta tíma á hverri nóttu, þó hluti af þeim tíma fari í að sofna og vakna. Hann segir að þetta haldi honum virkum og andlega og líkamlega heilbrigðum. Walker færir rök fyrir því að það geti skaðað heilsuna alvarlega og til lengri tíma að sofa bara sex eða sjö tíma á hverri nóttu og það geti jafnvel í sumum tilvikum verið banvænt.Svefnskortur veikir kerfið Þegar maður hefur ekki sofið nóg er erfiðara fyrir líkamann að verjast veikindum, hvort sem það er kvef eða krabbamein. Svefnskortur minnkar birgðir líkamans af hvítum blóðfrumum sem eyða æxlis- og vírusfrumum og bara ein nótt af 4-5 klukkustunda svefni getur minnkað þessar birgðir um u.þ.b. 70%. Skortur á svefni gerir líkamann veikari fyrir krabbameini og hefur verið tengdur við ýmsar gerðir þess. Óreglulegur svefn bælir líka framleiðslu hormónsins melatóníns, sem getur líka aukið hættu á krabbameini og þess vegna flokkar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin næturvinnu sem „líklegan krabbameinsvald“.Það er ýmislegt í kerfi líkamans sem líður fyrir skort á svefni. NORDICPHOTOS/GETTYSkortur á svefni gæti líka aukið hættuna á ýmsum krónískum veikindum. Ónógur svefn hefur verið tengdur við aukna hættu á alzheimer, offitu, heilablóðfalli og sykursýki, þó orsakasambandið sé ekki þekkt. Skortur á svefni breytir því hvernig insúlín virkar í líkamanum og hversu hratt frumur líkamans drekka í sig sykur. Ef maður sefur um það bil 4-5 tíma á nóttu í eina viku gæti þessi breyting leitt til þess að blóðsykurinn hækki svo mikið að læknir gæti greint mann með byrjunarstig sykursýki, segir Walker. Þessi hækkun á blóðsykri gæti þá þegar verið byrjuð að skaða hjarta, æðar og nýru. Rannsóknir í Japan hafa líka leitt í ljós að menn sem sofa minna en sex tíma á nóttu eru 400-500% líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hvílast vel. Walker segir að skertur svefn minnki líka viðbragðshraða, sem gæti útskýrt örlitla fjölgun á bílslysum sem verður í Bandaríkjunum þegar skipt er frá vetrartíma yfir í sumartíma á vorin. Hjartaáföllum fjölgar reyndar líka töluvert í kringum tímabreytingarnar, því margir missa af svefni og sá svefnskortur eykur álag á hjartað. Ekki reyna að vera ofurmenni Walker segir að það sé vissulega til fólk sem er þannig byggt að það þoli minni svefn og þurfi ekki meira en sex tíma svefn. En þessir einstaklingar eru svo fáir að þeir eru bara brot af einu prósenti af öllu fólki. Það er því ekki skynsamlegt að forgangsraða öllu öðru á undan svefni. Vissulega kostar hann mikinn tíma, en það er hætta á að slæm heilsa kosti mun meiri tíma og stytti jafnvel lífið um einhver ár. Walker segir einfaldlega að ef þú sefur ekki nóg deyir þú fyrr og að gæði lífsins sem þú ert að stytta minnki umtalsvert. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Skortur á svefni getur beinlínis verið banvænn, samkvæmt taugavísindamanninum og sálfræðingnum Matthew Walker, sem sinnir svefnrannsóknum við Kaliforníuháskólann í Berkeley. Hann gaf út sína fyrstu bók, „Why We Sleep“, í október síðastliðnum. NBA- og NFL-leikmenn, starfsmenn Pixar og margir fleiri hafa fengið svefnráðgjöf frá Walker og í bók sinni er Walker ekkert að skafa utan af því og segir einfaldlega að því styttra sem fólk sefur, þeim mun styttra verði líf þeirra. Það er áætlað að tveir af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum fái ekki nægan svefn. Bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Walker mæla með því að fólk miði við að sofa um átta tíma á hverri nóttu. Sjálfur heldur hann sig við átta klukkustunda svefnglugga, sem þýðir að hann er í rúminu í að minnsta kosti átta tíma á hverri nóttu, þó hluti af þeim tíma fari í að sofna og vakna. Hann segir að þetta haldi honum virkum og andlega og líkamlega heilbrigðum. Walker færir rök fyrir því að það geti skaðað heilsuna alvarlega og til lengri tíma að sofa bara sex eða sjö tíma á hverri nóttu og það geti jafnvel í sumum tilvikum verið banvænt.Svefnskortur veikir kerfið Þegar maður hefur ekki sofið nóg er erfiðara fyrir líkamann að verjast veikindum, hvort sem það er kvef eða krabbamein. Svefnskortur minnkar birgðir líkamans af hvítum blóðfrumum sem eyða æxlis- og vírusfrumum og bara ein nótt af 4-5 klukkustunda svefni getur minnkað þessar birgðir um u.þ.b. 70%. Skortur á svefni gerir líkamann veikari fyrir krabbameini og hefur verið tengdur við ýmsar gerðir þess. Óreglulegur svefn bælir líka framleiðslu hormónsins melatóníns, sem getur líka aukið hættu á krabbameini og þess vegna flokkar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin næturvinnu sem „líklegan krabbameinsvald“.Það er ýmislegt í kerfi líkamans sem líður fyrir skort á svefni. NORDICPHOTOS/GETTYSkortur á svefni gæti líka aukið hættuna á ýmsum krónískum veikindum. Ónógur svefn hefur verið tengdur við aukna hættu á alzheimer, offitu, heilablóðfalli og sykursýki, þó orsakasambandið sé ekki þekkt. Skortur á svefni breytir því hvernig insúlín virkar í líkamanum og hversu hratt frumur líkamans drekka í sig sykur. Ef maður sefur um það bil 4-5 tíma á nóttu í eina viku gæti þessi breyting leitt til þess að blóðsykurinn hækki svo mikið að læknir gæti greint mann með byrjunarstig sykursýki, segir Walker. Þessi hækkun á blóðsykri gæti þá þegar verið byrjuð að skaða hjarta, æðar og nýru. Rannsóknir í Japan hafa líka leitt í ljós að menn sem sofa minna en sex tíma á nóttu eru 400-500% líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hvílast vel. Walker segir að skertur svefn minnki líka viðbragðshraða, sem gæti útskýrt örlitla fjölgun á bílslysum sem verður í Bandaríkjunum þegar skipt er frá vetrartíma yfir í sumartíma á vorin. Hjartaáföllum fjölgar reyndar líka töluvert í kringum tímabreytingarnar, því margir missa af svefni og sá svefnskortur eykur álag á hjartað. Ekki reyna að vera ofurmenni Walker segir að það sé vissulega til fólk sem er þannig byggt að það þoli minni svefn og þurfi ekki meira en sex tíma svefn. En þessir einstaklingar eru svo fáir að þeir eru bara brot af einu prósenti af öllu fólki. Það er því ekki skynsamlegt að forgangsraða öllu öðru á undan svefni. Vissulega kostar hann mikinn tíma, en það er hætta á að slæm heilsa kosti mun meiri tíma og stytti jafnvel lífið um einhver ár. Walker segir einfaldlega að ef þú sefur ekki nóg deyir þú fyrr og að gæði lífsins sem þú ert að stytta minnki umtalsvert.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira