Hvert stefnum við í endurhæfingu krabbameinsgreindra? Ágústa Kr. Andersen skrifar 3. maí 2018 08:00 Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar