Gæludýr í félagslegu húsnæði – tímanna tákn Kristín Sævarsdóttir skrifar 2. maí 2018 21:39 Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun