Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 10:30 Fá Íslendingar brátt Tesla-umboð hingað til lands? Vísir/Getty Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018 Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018
Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00