Flytja? Aftur? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. maí 2018 13:56 Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Einstætt foreldri með 300.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur sem leigir íbúð á 200.000 kr. líður skort á öllum öðrum sviðum. Fjölskyldan á oft ekki fyrir mat. Að koma húsnæðismálum í eðlilegt horf er forgangsmál hjá Flokki fólksins. Við viljum ganga til samstarfs við ríkið og lífeyrissjóðina og byggja íbúðir víða um borgina. Þetta þarf að gerast hratt. Því fyrr sem framboð eykst því fyrr kemst húsnæðismarkaðurinn í eðlilegt horf. Byggja þarf hagkvæmt en vandað húsnæði og tryggja að það sem er byggt sé á færi efnaminni fólks, eldri borgara og öryrkja að leigja eða kaupa. Það ófremdarástand sem ríkt hefur í húsnæðismálum hefur komið illilega niður á börnunum. Fjárhagslega aðþrengdir foreldrar þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Þeir þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Að borga himinháa leigu verður að vera efst á forgangslistanum. Næst kemur matur á borðið. Annað, skemmtun, afþreying, er einfaldlega ekki í boði. Ég hef á ferli mínum sem sálfræðingur talað við tugi barna sem líða vegna fátæktar foreldra sinna. Þau finna áþreifanlega fyrir því að sitja ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Þau fá ekki sömu tækifæri og þau, ekki sömu upplifun og reynslu af ýmsu sem kostar peninga. Sjálfsmat þeirra er oft neikvætt og baráttan fyrir að vera samþykktur meðal jafningja er hörð. Vanmáttur og minnimáttarkennd þjaka mörg þessara barna. Í þessum tilfellum er það algengt að fjölskyldurnar hafi flutt oft og börnin hafa gengið í fjóra jafnvel fimm grunnskóla. Hér koma tvær frásagnir barna sem búa við erfið kjör.Stúlka: „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“Drengur: „Ég er oft leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hana hvort ég geti t.d. fengið tölvuleik. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi. Það þýðir lítið að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þeir sjái hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum.“ Liður í að útrýma fátækt er að koma húsnæðismálunum í fullnægjandi horf svo lunginn af tekjum láglaunafólks fari ekki í leigu. Það verður að ganga rösklega til verks í að bæta húsnæðisöryggi efnalítilla fjölskyldna, öryrkja, eldri borgara, einstaklinga og ungs fólks. Flokkur fólksins vill stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjanda. Krafan er skýr og hún er að allir geti haft öruggt húsnæði. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar