Yfirklór Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2018 09:00 Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Harpa er hús sem er fyrst og fremst byggt utan um tónlist og fyrir þá sem vilja koma og njóta hennar í öllum sínum fjölbreytileika. Það er tilgangur þessa húss og þess vegna er starfsemin hluti af því sem gerir okkur að þjóð, rétt eins og eitthvað jafn óáþreifanlegt og ljóðlist og tungumálið. Þjóðin þarf því að finna að Harpa tilheyrir henni ef ríkja á sátt um starfsemina og kostnaðinn sem fylgir. Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar. Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum. Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum. Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun