Bestu lífeyrissjóðir skila fjórfalt meiri ávöxtun en hinir lökustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Himin og haf getur verið á milli ávöxtunar lífeyrissjóðanna. Vísir/valli Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira