Þreföldun Miklubrautar frá Tjörninni að Þjóðvegi eitt Tryggvi Helgason skrifar 30. apríl 2018 22:32 Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklabrautin er ein aðal umferðaræð Reykjavíkur, sem og nálægra bæja. Ég las frétt á Vísir, (15, feb. 2018), með fyrirsögninni, „Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni”. Á myndinni sem fylgir fréttinni, sést mjög vel yfir Miklubrautina sunnan Hringbrautar, (Sjá mynd með fréttinni). Að mínu mati, þá sýnir myndin jafnframt hversu auðvelt það er, að ráða bót á þessum vandamálum; - sem eru þrengsli og miklar tafir í umferðinni, - og þá jafnframt hvernig megi greiða mjög vel fyrir allri umferð um Miklubrautina, og þá trúlega á bestan og jafnframt ódýrastan hátt. Myndin sýnir, að bakkinn milli gagnstæðra brauta er fyllilega, nægilega breiður fyrir eina akrein til viðbótar í hvora átt. Miklubrautina er því auðveldlega hægt að breikka, á þann veginn í þrjár akreinar í hvora átt, á þessum kafla og þá jafnframt, að aðskilja austur-vestur brautirnar, sennilega með um eins metra háum steinsteyptum vegg á miðlínunni. Þessar þrjár akreinar í hvora átt, er hægt að leggja, (eða framlengja), alla leið frá Lækjargötu, (eða Suðurgötu), og þar til kemur að þjóðvegi “1”, þar sem sá vegur fer áleiðis til Mosfellsbæjar. Þessu til viðbótar, þá þarf að sjálfsögðu, malbikaða vegaröxl í fullri bílbreidd hægra megin, (sem öryggisrein). Þá þarf einnig að gera auka akreinar fyrir beygjur til hægri nálægt vegbrúnum, eina eða tvær eftir kringumstæðum, sem og útskot fyrir strætisvagna við biðskýli. Sennileg kæmi best út, að Miklabrautin væri lögð, á öllum stöðum, yfir hliðarbrautina, en hitt er líka hægt að gera, það er að Miklabrautin kæmi undir hliðarbrautina, og þá jafnvel eitthvað niðurgrafin, en hliðargatan þá lögð á brú yfir Miklubrautina. En svona nokkuð ræðst algjörlega af kringumstæðunum við hver gatnamót. Á allri þessari leið verði engin umferðarljós, - (það er á aðalveginum, sjálfri Miklubrautinni), - en að öll hliðarumferð tengist inn og út af Miklubrautinni með vegbrúnum, (mislægum gatnamótum). Allri hliðarumferð muni þá jafnframt verða stýrt með umferðarljósum. Þar með þá þarf ekki hringbeygjur við vegbrýrnar. Sennilega þarf að bæta við tveimur, kannski þrem vegbrúm, á þessari leið, en þar á milli verði lagður einfaldur hliðarvegur, með fram aðalveginum, fyrir umferð til og frá hliðargötunum, að næstu vegbrú. Hvað þetta muni kosta er erfitt að giska á, en ég er sannfærður um, að þetta muni ekki kosta nema brot af því, sem það myndi kosta að leggja Miklubrautina í stokk. Og þá er ég jafnframt sannfærður um það, að þessi lausn er miklum mun betri og hagkvæmari, heldur en aðrar hugmyndir eða lausnir, og að allir vegfarendur, - sem og allir íbúar sem eiga heima í grennd við Miklubrautina, - verði miklum mun ánægðari með þessa lausn, fremur en eitthvað annað, eins og það til dæmis, að leggja veginn í stokk. Miðað við lauslega mælingu, þá sýnist mér að þessi leið sé um 9 km. löng og miðað við 90 km. hámarkshraða, þá myndi taka 6 til 10 mínútur, að aka þessa leið á venjulegum degi. Þar sem nú eru að nálgast kosningar, þá datt mér í hug að skjóta þessu hér inn, ef ske kynni að einhverjir af frambjóðendunum hefðu svipaðar skoðanir, og þá er þeim jafnframt velkomið að nýta sér þessar upplýsingar, á þann veg sem þeim best hentar.Höfundur er flugmaður.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar