Ónýtur aur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun