Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 16:28 Scott Pruitt (t.v.) hefur verið dyggasti fótgönguliði Trump forseta í að rifta umhverfisreglugerðum. Það er talið hafa bjargað honum fram að þessu frá skugga spillingarmála af ýmsu tagi. Vísir/AFP Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna í Vísindaakademíu Bandaríkjanna skrifa undir yfirlýsingu sem þeir birtu í gær þar sem þeir saka ríkisstjórn Donalds Trump um að „sverta vísindalega sérfræðiþekkingu og áreita vísindamenn“. Sérstaklega gagnrýna þeir ríkisstjórnina fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Ríkisstjórn Trump hefur stigið markviss skref til þess að fella úr gildi og hætta við reglugerðir sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum auk fjölda annarra umhverfisreglugerða. Þá hafa ýmsar ríkisstofnanir og ráðuneyti eytt öllum tilvísunum í loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun af vefsíðum sínum. Sú stefna byggist á höfnun leiðtoga Repúblikanaflokksins á vísindalegum staðreyndum um hnattræna hlýnun af völdum manna. Trump sjálfur hefur kallað loftslagsbreytingar „gabb“ á vegum kínverskra stjórnvalda. Hann ákvað í fyrra að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þegar það verður hægt árið 2020.Hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna Vísindamennirnir sem skrifa undir yfirlýsinguna krefjast þess að bandarísk stjórnvöld móti stefnu sína aftur á vísindalegum grundvelli. Alríkisstjórnin ætti einnig að halda vísindalegu efni á vefsíðum sem eru aðgengilegar almenningi og að skipa hæft fólk í stöður sem krefjast vísindalegrar sérþekkingar. „Höfnun vísindalegra staðreynda við stefnumótun hefur haft áhrif á vítt svið félags-, líf-, umhverfis og raunvísinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá vilja vísindamennirnir 475 að ríkisstjórnin hætti ritskoðun og ógnunum í garð vísindamanna sem vinna fyrir alríkisstjórnina og að ákvörðuninni um að hætta við Parísarsamkomulagið verði snúið við. Þetta er annað árið í röð sem stór hópur félaga í Vísindaakademíunni sendir slíka yfirlýsingu frá sér vegna framferðis Trump-stjórnarinnar. Í fyrra skrifuðu 375 vísindamenn undir sambærilega yfirlýsingu þar sem þeir vöruðu við hættunni sem fylgdi því að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu.Auglýsing þar sem gert er grín að Pruitt, forstjóra EPA. Hann leigði hjá málsvara hagsmunaaðila á vildarkjörum í Washington-borg. Hann hefur einnig verið sakaður um að fara frjálslega með fé skattborgara á skrifstofu sinni og á ferðalögum.Vísir/AFPTalsmaður kolaiðnaðar og lögfræðingur yfir Umhverfisstofnun Trump hefur í mörgum tilfellum tilnefnt fyrrverandi málsvara hagsmunaaðila til að gegna stöðum sem tengjast umhverfisvísindum. Þannig er Andrew Wheeler, sem nýlega var staðfestur í embætti sem aðstoðarforstjóri Umhverfisstofnunarinnar (EPA), fyrrverandi málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki. Wheeler gæti brátt orðið forstjóri EPA en núverandi forstjórinn Scott Pruitt er nú á kafi í ásökunum um ýmis konar spillingu. Pruitt var dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis þar sem hann höfðaði fjölda mála gegn EPA í samstarfi við jarðefnaeldsneytisfyrirtæki. Hann hefur gengið hart fram í að byrja að vinda ofan af reglum sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en einnig fleiri reglum sem eiga að takmarka getu fyrirtækja til að losa mengandi efni út í náttúruna. Gætu þurft að hætta að styðjast við lýðheilsurannsóknir Nýjasta útspil Pruitt er tillaga að reglu sem myndi verulega takmarka getu Umhverfisstofnunarinnar til þess að byggja reglur sínar á vísindalegum rannsóknum. Samkvæmt reglunni sem Pruitt vill setja mætti stofnunin aðeins notast við rannsóknir þar sem undirliggjandi gögn eru opinber. Það myndi þýða að EPA gæti ekki nýtt rannsóknir sem byggjast á læknisfræðilegum gögnum um sjúklinga sem ekki má birta opinberlega. Þannig gæti stofnunin ekki lengur reitt sig á rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsl loftmengunar eða skordýraeiturs við skaðleg áhrif á heilsu manna. Pruitt segir að markmið reglunnar sé gegnsæi. Hún myndi þó ganga mun lengra en kröfu ritrýndra vísindarita þar sem ekki þarf að birta opinberlega sjúkraskýrslur sem rannsóknir á sviði lýðheilsu og umhverfis byggjast oft á. Hátt í þúsund vísindamenn skrifuðu undir yfirlýsingu á vegum Sambands áhyggjufulltra vísindamanna [e. Union of Concerned Scientists] í gær þar sem Pruitt var hvattur til þess að falla frá reglunni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46