Ég kosta 134.435.520 krónur Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. Ég hef nú þegar kostað skattgreiðendur 132.995.520 krónur og þegar afplánun lýkur hafa bæst við 1.680.000- krónur eða samtals 134.435.520 krónur. Á þessum 14 árum hef ég fengið 14.560.00 krónur í „svört“ laun sem ýmist eru kölluð þóknun eða dagpeningar. Ég greiði enga skatta af þessum greiðslum, en kem líka án allra réttinda út í samfélagið að nýju; hef engu safnað í lífeyrissjóð og ekki öðlast rétt til atvinnuleysisbóta svo dæmi séu tekin. Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður. Á þessum 14 árum hef ég sjö sinnum hitt sálfræðing og félagsráðgjafa, sem er meira en margur. Í fyrri afplánun minni var ekkert nám í boði og því síður verknám og ég fékk enga faglega aðstoð við að breyta mínu líferni svo ég mætti koma úr fangelsi sem breyttur og betri maður. Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér. Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð? Í staðinn hef ég verið vistaður árum saman í langdýrustu geymslu sem í boði er. Fyrir sama fjármagn hefði verið hægt að bjóða upp á margvísleg úrræði; kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði. Við myndum fækka verulega endurkomum í fangelsi ef við kæmum upp róttækri betrunarstefnu og aðstoðuðum þá sem dæmdir hafa verið í fangelsi til að feta nýjar brautir; með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna. Hættum að kasta milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda. Komum á skilvirku kerfi sem gagnast öllu samfélaginu. Það er hægt, enda tekist annars staðar, en til þess þarf bæði þverpólitískan vilja og stuðning almennings – sem á endanum borgar brúsann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. Ég hef nú þegar kostað skattgreiðendur 132.995.520 krónur og þegar afplánun lýkur hafa bæst við 1.680.000- krónur eða samtals 134.435.520 krónur. Á þessum 14 árum hef ég fengið 14.560.00 krónur í „svört“ laun sem ýmist eru kölluð þóknun eða dagpeningar. Ég greiði enga skatta af þessum greiðslum, en kem líka án allra réttinda út í samfélagið að nýju; hef engu safnað í lífeyrissjóð og ekki öðlast rétt til atvinnuleysisbóta svo dæmi séu tekin. Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður. Á þessum 14 árum hef ég sjö sinnum hitt sálfræðing og félagsráðgjafa, sem er meira en margur. Í fyrri afplánun minni var ekkert nám í boði og því síður verknám og ég fékk enga faglega aðstoð við að breyta mínu líferni svo ég mætti koma úr fangelsi sem breyttur og betri maður. Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér. Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð? Í staðinn hef ég verið vistaður árum saman í langdýrustu geymslu sem í boði er. Fyrir sama fjármagn hefði verið hægt að bjóða upp á margvísleg úrræði; kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði. Við myndum fækka verulega endurkomum í fangelsi ef við kæmum upp róttækri betrunarstefnu og aðstoðuðum þá sem dæmdir hafa verið í fangelsi til að feta nýjar brautir; með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna. Hættum að kasta milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda. Komum á skilvirku kerfi sem gagnast öllu samfélaginu. Það er hægt, enda tekist annars staðar, en til þess þarf bæði þverpólitískan vilja og stuðning almennings – sem á endanum borgar brúsann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar